Morgunn - 01.06.1928, Page 21
MORGUNK
15
tungu, sem eitt út af fyrir sig ætti að nægja til þess að
þjóð vor glati aldrei minningu hans. Hann beitti á það
sínum þróttmikla lærdómi, sinni takmarkalausu vísinda-
manns-vandvirkni og sinni listrænu smekkvísi. Hann
vann að því lengstan tímann fyrir svo lágt endurgjald,
að nú mun flestum finnast það hlægilegt, þeim er um
það vita, þó að það væri ekki hlægilegt fyrir hann, blá-
snauðan og skuldugan. En um tíma virtist svo, sem það
ætlaði að verða honum nokkuð dýrt — að það ætlaði að
kosta hann sálarfriðinn.
Að hinu leytinu ollu straumhvörfunum kynnin, sem
hann fékk um þetta leyti af sálarrannsóknunum, sum-
part fyrir eigin reynslu, sumpart fyrir afskaplega mik-
inn lestur. Hann sannfærðist um gífurlega mikilvæg at-
riði, mikilvægari en alt annað, ef þau eru staðreyndir.
ílann sannfærðist um ]>að, að unt sé að ná sambandi
við annan heim. Hann sannfærðist um ]iað, að vakað
sé yfir oss ])aðan með óþrotlegu ástríki, og að vér
þurfum að eins að leggja til skilyrðin til ]æss að hafa
þess not. Hann sannfærðist um takmarkalausan kærleik
og langlundargeð þess, sem stjórnar tilverunni. Hann
sannfærðist um það, að séð sé fyrir öllum, þegar yfir
á ókunna landið komi, stórsyndurum eins og helgum
mönnum, og að óhjákvæmilegir örðugleikar ]iar af þroska-
skorti mannana séu að eins þrep upp í ]>ær hæðir, þar
sem mennirnir eiga að verða fullkomnir eins og þeirra
himneski faðir er fullkominn. Hann sannfærðist, með
öðrum orðum, um óendanlega fram]>róun mannanna í
veröld eftir veröld. Hann sannfærðist um það, að Krist-
ur sé með einhverjum hætti konungur allra þeirra
ríkja, sem vér getum fengið nokkura hugmynd um. Hann
sannfærðist um það, að vissan um ]ietta mundi hafa hin
gagngerðustu áhrif á, væri 1 raun og veru megin-skilyrði
fyrir velferð mannkynsins. Fyrir sumum þessum atriðum
taldi hann fengnar beinar sannanir. Önnur atriði voru