Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 22
16
M0R6UNN
ályktanir, sem honum fanst óhjákvæmilegt að draga af
]>ví, er sannað væri.
Og nú er eitt atriði, sem eg finn mér skylt að mót-
mæla. Eg geri það ekki í neinum ádeiluhug. Við lík-
fjalir þessa vinar míns, sem þrátt fyrir mikið örlyndi,
var svo elskulega sáttfús, umburðarlyndur og skilnings-
góður á mennina, eru allar ádeilur mjög fjarri mínu
skapi. Þeir menn eru til, og að líkindum ekki svo fáir,
sem hafa gert sér í hugarlund, að H. N. hafi eignast
þessa sannfæring með einhverri fljótfærni og skorti á
gagnrýni. Því var ekki svo farið. Líklegast er mér betur
kunnugt um það en nokkurum öðrum manni. Hann lagði
í það alla sína vandvirkni og alla sína vitsmuni að eign-
ast þessa sannfæring. Hann þaullas beztu ritin um mál-
ið af þinni mestu þolinmæði. Hann var stórlærður maður
á þessu sviði. Hann tók allar tilgátur til greina, var þeim
nákunnugur, velti þeim fyrir sér og talaði um þær, reyndi
]>ær í huganum af sömu samvizkuseminni eins og hann
beitti við öll önnur störf sín. Hann tíndi úr allar þær
ástæður, er honum fundust veilar, lagði þær til hliðar
og mat þær að engu. Svo mikill trúmaður, sem hann var,.
þá fékk vísindamannseðlið að njóta sín að fullu hjá hon-
um í ]>essu máli, alveg eins og hjá þeim sæg lærdóms-
manna úti um heiminn, sem hafa öðlast sömu sannfær-
inguna.
Þegar við sátum hér í kirkjunni og hlustuðum á H.
N., dáðumst að ]>ví, hvað hann lagði lífsskoðun sína
fram skýrt og ljóst, eins og alt væri ]>etta einstaklega
einfalt mál, og urðum hrifin af hinni öruggu trúarvissu
hans, ]>á mun fæstum hafa komið til hugar, hve mikla
baráttu hann hafði háð til þess að r/eta talað eins og
hann talaði. Eg hefi vikið að því áður, að hin nákvæma
þekking hans á ritningunni hafi um eitt skeið virzt ætla
að kosta hann frið sálarinnar. Ritningin var orðin alt
önnur bók í hans huga, ]>egar þýðingarstarfið var langt
komið. en þegar það hófst. Og kenningar kirkjunnar-