Morgunn - 01.06.1928, Page 24
18
MORÖUNN
Eins atriðis verð eg að geta í þessu sambandi.
Miklar horfur voru á því um hríð, að hann spilti öllu
sínu veraldlega gengi og velferð með hinum nýju skoð-
unum sínum. Það mat hann að engu. Það kom alls ekki
málinu við í hans huga. Hann gat ekki flutt neitt annað
en ]>að, sem hann taldi sannleik. Afleiðingarnar af því
urðu að ráðast. En hitt var afar mikill sársauki fyrir
hann, ef liann neyddist til að slíta sambandi við þá
stofnun, sem hann hafði hugsað sér að starfa fyrir.
Hann hafði verið bundinn kærleiksböndum við kristna
kirkju, mér er óhætt að fullyrða, miklu sterkari bönd-
um en alment gerist. Það var honum óumræðileg þjáning
að hugsa til þess, að þau bönd brystu. En jafnvel svo
mikla fórn varð að færa fyrir sannleikann, ef þess gerð-
ist þörf.
Svo voru sálarrannsóknirnar á hinu leytinu. Auð-
vitað tók hann þeim með gleði, stundum með þeim al-
gleymis-fögnuði, sem einkendi hann svo mikið. En í
fyrstu voru áhrifin af ]ieim alls ekki eingöngu friðandi.
Honum duldist ekki, að sumar hliðar á því máli voru að
ýta honum, jafnvel enn meira en nokkuð annað, burt frá
kirkjunni. Fyrir honum lá um hríð það mikla verk að
sam];ýða í huga sínum, svo að hann gæti staðið við ]>að
frammi fyrir ]»jóð sinni, árangur biblíurannsóknanna,
árangur sálarrannsóknanna og kristna trú. „Þú veizt
ekki, hvað ]>að var mér örðugt,“ sagði hann stundum við
mig. Auðvitað vissi eg það ekki að fullu. Samt hefi eg
líklegast vitað meira um það en nokkur annar maður.
Þið ykkar, sem lesið hafið prédikanasafn hans „Ár-
in og eilífðin“, vitið, hvernig ]»etta tókst. Þið ykkar, sem
hlustað hafið á prédikanir hans hér í kirkjunni síðustu
14 árin, vitið það enn betur. Öllum er ykkur sjálfsagt
nokkuð kunnugt um ]»að, hvernig hann boðaði árangur-
inn af sálarbaráttu sinni með ó]»rotlegri elju, fossandi
mælsku og öllu hitamagni sálar sinnar. Hann lagði mik-
ið í sölurnar fyrir þá boðun. Meðal annars var ]»að þrá