Morgunn - 01.06.1928, Síða 25
M 0 R G U N N
19
hans að koma út vísindalegum guðfræðiritum, sem hon-
um vanst ekki tími til. Honum var með köflum mjög
órótt út af því, ef það færist fyrir. Það hefði vafalaust
verið mikilvægt. En eg held, að verkið, sem hann vann
fyrir leitandi og stríðandi og huggunarþurfa manns-
sálirnar hafi verið enn dýrmætara.
Eftir örfáar mínútur syngjum vér sálmsversin:
,,Krossferli að fylgja þínum“ eftir Hallgrím Pétursson.
Hað er eftir ósk hins framliðna vinar okkar. Hann hafði
hinar mestu mætur á höfundinum og hina mestu lotningu
fyrir honum. Svo gjörólíkar sem guðfræðiskoðanir þeirra
voru, Hallgríms Péturssonar og Haralds Níelssonar, þá
var trú þeirra í raun og veru sú sama. Og af öllum þeim
mönnum, sem eg hefi þekt, hefir enginn haft glöggari
skilning á krossferlinum en Har. Níelsson — að það sé
eina hjálpræðisleið mannanna að leggja útí krossgönguna,
hvenær sem Drottinn ætlast til þess. Hann var þess sjálfur
ávalt albúinn að taka á sig krossinn fyrir sannleikann.
Hann lærði að líta á það sem náð að vera trúað fyrir
Því að líða fyrir sannleikann, réttlætið og góðleikann.
Hann var ]æss fulltrúa, að þeim krossferli væri ekki
lokið með andlátinu — nóg mundi vera starfið í öðrum
heimi fyrir þá, sem vildu leggja það á sig að hjálpa
öðrum. Og hann hugsaði með tilhlökkun til sérhvers
t>ess starfs, sem Drottinn kynni að trúa sér fyrir, hvort
sem ]>að yrði blítt eða strítt.
Nú höfum við mist hann. Nú er harmur um alt þetta
land. Þrátt fyrir allmegna mótspyrnu gegn honum, sem
alveg er óhjákvæmileg, ])egar mikilmenni taka að berj-
ast fyrir nýjum hugsjónum — mótspyrnu, sem alt af fór
minkandi — hygg eg, að enginn maður hafi verið ást-
sselli á ]>essu landi en Har. Níelsson. Eg veit að mönnum
finst auðn eftir, þegar hann er farinn. Og vitanlega verð-
or skarðið ekki fylt að sinni. A. m. k. hefi eg enga von
um l^að. Hvernig sem á því stendur, eru oss sjaldnast
gefin önnur eins mikilmenni og aðrir eins snillingar og
2*