Morgunn - 01.06.1928, Side 28
22
MORGUNN
vorum við líka saman hryggir. Við ræddum okkar
áhugamál, — stundum samdóma og stundum ósam-
dóma, — en altaf vinir. Það var blessun, sem eg fæ
aldrei fullþakkað guði, að hann var félagi minn á náms-
árunum, því að hann var mér sem eldri bróðir og hafði
áhrif á mig til góðs. Eg hefi líklega flestum betur þekt
hann og skilið, og þess vegna finst mér söknuðurinn svo
mikill, þegar hann er farinn.
1 12. kap. Rómverjabrjefsins (v. 9.—12.) er þetta
ritað sem áminning til kristinna manna um það, hvernig
þeir eigi að lifa:
„Elslcan sé flærdarlaus; hafið andstycjð á hinu vonda,
en haldið fast við hið góða. Verið í bróðurkærleikanum
ástúðlegir hver við annan og verið hver öðrum fyrri til
að veita hinum virðingu; verið ekki hálfvolgir í áhugan-
um; verið brennandi í andanum; þjónið drotui; verið
glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni, staðfastir í
bæninni.“
Sæll er sá maður, sem getur sagt með sanni, að hann
reyni af einlægni af lifa eftir þessum lífsreglum postul-
ans. Og mér finst svo margt í lífi Haralds Níelssonar
minna mig einmitt á þessi orð.
Hann var grandvar maður. Fáa hefi eg þekt, sem
höfðu eins mikla andstygð á öllu ljótu, öllu siðleysi og
ranglæti og hann. Hann vandaði alt líf sitt, sem bezt
hann gat, og oft dáðist eg að samvizkusemi hans, jafn-
vel í smámunum, sem margir láta sér liggja í léttu rúmi.
Hann var sérstaklega nærgætinn í framkomu sinni við
aðra, og ráðvandari og orðheldnari mann en hann hefi
eg ekki þekt.
0g áhugamaður var hann. öll hálfvelgja var fjarri
skapi hans. Hann var frábærlega iðinn námsmaður f
æsku, og þess vegna varð svo mikið gagn að hinum miklu
gáfum, sem honum voru gefnar; og hann tamdi sér
snemma þá vandvirkni, sem auðkendi alt starf hans síð-
ar. Þá vandvirkni ]>ektu þeir vel og kunnu að meta, sem