Morgunn - 01.06.1928, Side 30
24
M 0 R G U N N
hann fyrir prest sinn síðastliðin 19 ár. Hann var þeim
sannur vinur, og gerði sér far um að hughreysta þá og
gleðja á hvern þann hátt, sem í hans valdi stóð. — Á bak
við starf hans alt var löngunin til að hjálpa, — til að
verða öðrum að liði, hvort sem hann var sem háskóla-
kennari að afla sér fróðleiks og tala við nemendur sína,
eða sem prestur að hugga sorgbitna og flytja boðskap
fagnaðarerindisins, eða sem bindindismaður að berjast
gegn ofdrykkju-bölinu. Þess vegna eignaðist hann líka
fjölmennan hóp vina, sem sakna hans sárt, þegar guð
hefir nú kallað hann heim til sín.
Með innilegu þakklæti fyrir alla ástúðina og trygð-
ina, hjálpfýsina og ósérhlífnina, kveðja hann eiginkona
hans og börnin, tengdasonur og systkin, fósturmóðir,
tengdafaðir og frændfólk, samverkamenn og lærisveinar,
æskuvinir og fjölmennur hópur vina, sem hafa um mörg
ár notið uppbyggingar af boðskap hans.
Við kveðjum hann með söknuði, ]jví að hann var
okkur kær. En við huggumst við ])á von, sem Drottinn
Jesús Kristur, frelsarinn krossfesti og upprisni, hefir
gefið okkur, að við eigum að hitta hann aftur og fagna
með honum fyrir augliti guðs.
Versin tvö úr Passíusálmunum, sem áðan voru sung-
in (Sálmab. nr. 318), voru honum sérstaklega kær. Nú,
þegar hans jarðneska tjaldbúð hefir verið brotin niður
eins og reyrinn, viljum vér kveðja hann með því að biðja
Krist, konung lífsins, að rétta honum sína hönd og láta
ljós sitt og anda leiða hann inn í heim dýrðarinnar eilífu.
Farðu vel, elskaði vinur! Friður guðs, sem er æðri
öllum skilningi, veri með þér!
Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir, ert enn á meðal
vor. Þess vegna áköllum við þitt heilaga nafn og tilbiðj-
um ]>ig, ])ví ])ú ert eilíf ást og náð, og öllum sálum
hjálparráð.