Morgunn - 01.06.1928, Síða 31
M 0 U 0 U N N
25
Tak þú, drottinn dýrðarinnar, í náð á móti þjóni
þínum, sem þú hefir nú kallað frá störfum jarðlífsins til
þjónustu í helgidóminum himneska. Leyf honum að vera
nálægt þér, því að ]>að var hans heitasta þrá; og lát
blessun ])ína vera yfir honum eilíflega.
Við ])ökkum þér fyrir trúfesti þína við hann og fyrir
alt ]>að góða, sem ])ú gafst honum náð til að vinna á
heimili sínu, í hópi vinanna og þeim verkahring, sem ]>ú
kallaðir hann til.
Og við biðjum þig: hugga ]>ú og styrk syrgjandi ást-
vini hans fjær og nær; vertu með þeim altaf, vernda
þau og blessa.
Hjálpa okkur öllum til að þjóna þér sem auðmjúkir
lærisveinar. Og þegar æfidagurinn hér á jörðu er á
enda, tak okkur þá heim til þín til þíns eilífa fagnaðar.
Anien.
ÍTlinningarhátíöin í S. R. F. f.
Fimtudagskvöldið 29. marz mintist Sálarrannsóknar-
félag ísland varaforseta síns prófessors Haralds Níels-
sonar í Iðnó. Salurinn var fagurlega skreyttur með
blómum og hvítum tjöldum. Söngflokkur stúdenta og
flokkurinn sem hélt uppi söng við guðsþjónustur H. N.,
sungu nokkra af þeim sálmum, er hinn látni hafði haft
sérstakar mætur á. Margir hafa haft orð á því síðan,
að þessi stund muni verða sér ógleymanleg, enda óvenju-
magnmikil samúð mannfjöldans, sem þarna var
saman kominn, ]iar sem ekki voru viðstaddir aðrir en
e agsmenn, er notið höfðu árum saman svo ómetanlegr-
ai anægju og fræðslu frá varaforseta sínum, og svo
nokkrir nánustu vandamenn hans og vinir. Hrifningin
naði hámarki sínu með ræðu frú Aðalbjargar og þeim
skilaboðum, sem í þeirri ræðu eru fólgin.