Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 32
26
MOKGUNN
Ræðurnar sem flutttar voru á þessari samkomu, fara
hér á eftir.
Ræða Einars H. Kvarans.
Við, sem hlustað höfum að staðaldri á prédikanir
hins látna varaforseta okkar, höfum sjálfsagt veitt því
athygli, um hvert af stórmennum heilagrar ritningar hon-
um varð tíðræddast — auðvitað að undanteknum meist-
aranum sjálfum. Það var Páll postuli. Síra Haraldur
hafði rótgróna lotning fyrir honum, ])ó að því færi fjarri,
að hann væri honurm sammála um alt. Við, sem kunnug-
astir vorum síra Haraldi, vissum, að Frederic Myers var
a. m. k. einn af þeim sálarrannsóknamönnum, sem hann
hafði mestar mætur á. Nú stendur svo á, að Myers hefir
ort stórkostlega fögur ljóð um Pál postula. Enn fremur
stendur svo á, að einn af þeim íslenzkum sálarrannsókna-
mönnum, sem síra Haraldi voru kærastir, Jakob Jóh.
Smári, hefir snúið þessum ljóðum á íslenzku. Þið munuð
því geta því nærri, að síra Haraldur hafi lesið þessi ljóð
vandlega. Enda var það svo. Hann hafði strikað við ýms
erindi í þessum ljóðum, sem hafa gripið hann mest. Eg
ætla að lesa ykkur tvö erindi, sem hann hefir íwístrikað
við. Myers lætur Pál postula segja:
„Gæti eg að eins greint, þið mynduð trúa,
gæti eg skýrt frá því, sem ég hef séð!
Hvernig má að því ykkar hjörtum snúa,
unz ykkur mína reynslu Guð fær léð?
Þess vegna, Drottinn, særi eg þig, að svarir,
sjá, ég vil ekki bregðast, hika neitt.
Altarisglæður legðu á veikar varir,
veittu mér eldinn, styrktu hjartað {>reytt.“
Það var ekkert undarlegt, að þessi erindi vektu at-
hygli síra Haralds. Eg er ])ess ekki fullvís, að neinar 8
línur í íslenzkum bókmentum eigi betur við en ])essar„
]>egar síra Haralds er minst.