Morgunn - 01.06.1928, Side 36
30
M O R G U N N
En þessi ráðríki, eldheiti áhugamaður og bardaga-
maður var einnig barnslega næmur og viðkvæmur, hafði
íágætan næmleik á alt gott og fagurt. Hann gat komist
í sjöunda himin yfir fögru útsýni, fögru kvæði eða
góðu og drengilegu verki. Rit hans bera þess ljósan
vott, hve náttúrufegurð gat hrifið hann ríkt og ramt,
og hve tamt honum var að vitna í kvæði skáldanna.
Og hann var barnslega opinn fyrir nýjum áhrifum og
mjög laus við hleypidóma, andlegan stirðleika og þyrk-
ingsskap. Það gekk að vísu ekki baráttulaust, að losa
sig við gamlar úreltar erfikenningar, en hann hafði
bæði vilja og þor til að leggja út í þá baráttu og sam-
þýða nýja þekkingu og nýtt útsýni huga sínum. Og á
eftir var hann óþreytandi að boða öðrum þann sann-
leika, sem hann hafði öðlast, því að hann hafði postul-
legan áhuga og spámannlega andagift.
Eins og allir vita hér á landi, sannfærðist próf.
Haraldur fyrir tæpum fjórðungi aldar um mikilvægi og
réttmæti sálarrannsóknanna og spíritismans. Það varð
hans mesta áhugamál að útbreiða þá þekkingu á þeim
efnum, sem hann hafði aflað sér með langri reynslu og
fádæma-miklum lestri. Megum við í þessu félagi kann-
ast við áhuga hans í því efni og reyndar allir þeir, er
hlýtt hafa að staðaldri á prédikanir hans. Það væri nú
út af fyrir sig nóg til þess, að taka allan hug og hjarta
hvers meðalmanns. En Haraldur Níelsson var enginn
meðalmaður, og hann átti sér fleiri áhugamál, t. d. bind-
indismálið, útrýmingu ofdrykkjubölsins, þótt árangur-
inn af rannsókn dularfullra fyrirbrigða hafi víst jafnan
verið efst í huga hans. Okkur, sem áhuga höfum á rót-
tækum mannfélagsumbótum, getur þótt það leitt, að
Haraldur Níelsson skyldi aldrei snúa sér að þeim mál-
um neitt að ráði, og við getum harmað það, að kapp
hans og sannleiksást snerist ekki í þá átt, en við sjáum,
að ekki er unnt að heimta allt af einum manni. Hann
sagði einu sinni við mig, að hann hefði ekki haft tíma