Morgunn - 01.06.1928, Side 37
M 0 R G U N N
31
til að kynna sér þau mál til hlítar, og við verðum að
játa, að það hafi ef til vill verið bezt, að hann helgaði
líf sitt aðallega því málinu, sem er þó, þrátt fyrir alt,
mikilvægasta málið í heimi. —
Próf. Haraldur Níelsson var vandlætingasamur og
þoldi ekkert ilt eða Ijótt. Hann vildi vernda það, sem
var honum heilagt. Hann segir á einum stað í ritum sín-
um: „Eg vil ekki þola, að neitt það sé óvirt, sem mér
er heilagt, án þess að ég veki athygli þess, er óvirðing-
una hefir í frammi, á því, hvað hann er að gera. Eg
fæ eigi skilið, að þögnin ein sé dygð, er svo stendur á.
Þá skilst mér, að hún sé lítilmennska, sérstaklega af
þeim, sem það hlutverk er af einhverjum ástæðum fal-
ið, að vera verndarar þess, sem heilagt á að vera.“ Og
hann minnir á, að þó að Kristur hafi sagt: „Slái einhver
þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að hon-
nni,“ þá hafi hann sjálfur ekki tekið því með þögn, er
einn af þjónum æðsta prestsins rak honum kinnhest,
heldur mælt: „Hafi ég illa mælt, þá sanna þú, að það
hafi verið ilt, en hafi ég talað rétt, hví slær þú mig?“
Og annars staðar í sömu bók segir hann: „Þegar um
svo rótgróna hleypidóma er að ræða, duga ekki blíð-
mælin ein. Það væri sama og ætla sér að skjóta á
hval með fuglabyssu.“
Haraldur Níelsson var foringi frjálshugsandi trú-
manna á landi hér, og hann var sjálfur trúmaður.
Hann var bæði trúmaður í vanalegri merkingu þess orðs,
þó um fram alt trúaður á sigur sannleikans. í er-
mdinu „Hví slær þú mig?“ (I, 70—72) er yndislegur
smákafli, sem sýnir vel trú Haralds Níelssonar á sigur-
m^tt sannleikans; hann er svona:
>>Fyrir tveim árum vakti ég við ritstörf Jónsmessu-
svo g°tt að vaka á næturnar, því
^ þá er alt svo hljótt. Upprisutrúin í biblíunni var við-
^angsefni hugsana minna. Eg bjó þá inni á Hverfisgötu.
efai ég hafði lokið við ritgerðina, sem ég var að skrifa,