Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 38
32
M O R G U N N
varð mér reikað að norðurglugga í húsinu. Klukkan
var rúmlega 2. Og ég sá einkennilega sjón út um glugg-
ann. Sólin var að koma upp yfir útnorðurhornið á Esj-
unni. Þar er Esjan lægst, eins og þið munið, en hækk-
ar eftir því sem austar dregur. Roðabjarminn, sém sólin
varpaði upp á himininn, var töfrandi fagur. Eg gat ekki
annað en fengið mér sæti við gluggann og horft hug-
fanginn á þennan ljóma. En þá tók ég eftir einkenni-
legri glímu milli sólarinnar og fjallsins. Sólin smá-
hækkaði, eftir því sem hún komst austar, en fjallið
hækkaði líka. í skörðunum eða lægðunum hafði sólin
betur; þá sást töluverður hluti hennar — þessarar
glæsilegu geislakúlu. En þegar að hnjúkunum rak, gátu
þeir byrgt hana. Og þetta endurtók sig hvað eftir ann-
að. Fjallið skygði á eins lengi og það gat; en altaf
hafði sólin betur eftir ]>ví sem lengur leið, og altaf fór
geislamagnið vaxandi. Eg gekk til hvílu minnar um
það leyti er hún var komin upp yfir há-kambinn.
Eg veit, að sólin er að koma upp í öðrum skilningi,
og ég sé, að fjallið muni skyggja á, eins lengi og það
getur. Og líklegast legst ég til hvíldar, áður en sólin
verður komin upp fyrir há-kambinn. En ég veit hún
kemst það. Og þegar svo langt er komið, vermir hún
alt með geislaglóð sinni, — fjallið líka, ]>ótt ]>að skygði
á hana, eins lengi og það gat.“
í þessum orðum er kjarni Haralds Níelssonar, —
trú hans á sigur sannleikans. Og nú er hann sjálfur
kominn upp á fjallið í annari og æðri merkingu, lítur
þaðan ofan á láglendi mannlífsins og sér sól sannleik-
ans ljóma með enn skærara skini en áður. En héðan
fylgja honum hugheilar þakkir allra þeirra, sem vermdu
sig við ylinn af eldi hans.
En ég vil óska íslenzku kirkjunni þess, að hún eign-
ist sem fyrst aftur jafnoka Haralds Níelssonar að djörf-
ung, hreinskilni og sannleiksást, eða að minsta kosti
eitthvað meira af þeim anda, en þar ríkir nú. Ef sá