Morgunn - 01.06.1928, Page 39
M 0 R G U N N
33
andi, andi dirfsku og hreinlyndis, andi sannleikans, fær
að ráða meiru, en hann gerir nú, mun kirkjan faia að
hressast við eftir margra áratuga niðurlægingu. Ef
kirkja vor, ef þjóð vor ætti marga líka Haralds Níels-
sonar, þá mundi brátt verða hreinna og bjartara í
kirkjulífinu og þjóðlífinu, en riú er. Þá mundu bætast
harmasár þess horfna, hugsjónir rætast, — þá mundi
aftur morgna.
Ræða Þórðar Sveinssonar geðveikralæknis.
Ágrip.
Vér tökum oft eftir því, að smá atvik geymast í
huga vorum og verða seinna til skýringar merkilegum
hlutum.
Eg minnist drengs eins lítils, er hafði miklar mæt-
ur á kindarvölum og safnaði þeim og hafði þær fyrir
leikföng. Hann hafði gefið því gaum, að stundum voru
völur notaðar til þess að vinda upp á band, og gátu
því völur verið innan í hnyklum. Þannig þóttist hann
viss um einn dag, að vala mundi vera í hnykli einum er
hann sá. Hann fór því til mömmu sinnar og spurði
bana, hvort ekki mundi vala í þessum hnykli. Hún sagði,
að ])að gæti verið að það væri kálfsvala, en aftók, að
það væri kindarvala. Nú þótti drengnum lítið koma til
kálfsvalna, en samt segir hann, að jafnvel þótt valan
sé ekki betri, þá vilji hann fá hana. En aðallega var
hann svona áfjáður að leita að völum, af því, að hann hélt,
að það væri einhversstaðar blá vala, sem hann langaði
til að eignast. Móðir hans sagði honum, að ekki væri
hægt að ná í völuna nema með því að prjóna ofan af
henni eða vinda, og fara að vinda ofan af völu væri
tvíverknaður, sem bezt væri að þurfa ekki að gjöra; en
þessi vala myndi losna brátt, því að hún væri að prjóna
honum fallega peysu úr því bandi, sem undið væri upp
á völuna.
Þetta er hversdagleg saga, en þó er hún góð mynd
3