Morgunn - 01.06.1928, Side 40
34
MORGUNN
og sönn af lífi voru. Vér erum völurnar, mismunandi
eins og völurnar, og fráleitt eins og bláar völur nema
í einum og einum hnykli. Bandið, sem vafið er upp á
okkur í lífinu, eru allar vorar hugsanir, jákvæðar og
neikvæðar. Margir verða áreiðanlega að vefja ofan af
sér ýmislegt, sem á þá er vafið, og það er tvíverknaður
og þar að auki áreiðanlega ekki sársaukalaust og leiðin-
legt líka.
Haraldur Níelsson þarf vafalítið að vinda minna of-
an af sér en flestir aðrir, hvað þetta mál snertir. Af-
skifti hans af því voru drengileg og góð frá byrjun.
Hann lifði alveg óvenjulega áhugasömu andlegu lífi
og úr hans lífsþræði verða honum ofin glitklæði, og ef-
laust hefir bláa valan fágæta verið innan undir því
göfga bandi. Það eru fleiri en litli drengurinn, sem
safna völum. Annaðhvort verður að prjóna eða rekja
ofan af þeim. Þá er gott að vera valan með bandi, sem
hægt er að prjóna góða barnapeysu úr.
Þetta er almenn hugleiðing, en annars ætti það vel
við Harald Níelsson. Hann var svo miklu meiri en við
þekkjum að flestu leyti.
Fyrir mörgum árum var eg í göngum á Auðkúlu-
heiði. Mér var úthlutað að leita meðal margra annara
í Kjalhrauni. Snjór var yfir alt hraunið og ömurlegt
og kuldalegt og norðanhríðarél. Hver af oss gangna-
mönnum hélt leiðar sinnar norður hraunið og misti eg
brátt sjónar á þeim næsta. Eg hafði farið þannig all-
lengi, og var ekki viss um, hvort eg væri á réttri leið.
Norðannepjan var leiðarvísirinn. En alt í einu rofar til
og eg sé hvíta skýmekki þeytast upp í loft. Eg var
rétt kominn að Hveravöllum. Mest kvað að einum hvern-
um. Stöðugt þeytti hann sjóðandi vatnsgufu. Það var
líkt og einhver hlæjandi kraftur, voldugur, sem heyrð-
ist í gegn um hávaðann. Þarna hafa þessir hverir um aldir
þeytt sjóðandi gufubólstrum út yfir auðnina. Alt í
kring auðn og kuldi, en þarna yndislegur hiti úr hjarta