Morgunn - 01.06.1928, Page 41
M 0 R G U N N
35
jarðai-innar, sem veitt var svo ánægjulega ríkmannlega.
Þessi dásamlegi máttur mitt í auðninni. Þarna nær kuld-
inn aldrei tökum. Það ber mest á hverum, þegar mestur
kuldinn. Ef hægt væri að hagnýta þennan þrungna
kraft, þá mætti græða og klæða stórt svæði.
Þeir andlegu kraftar, sem voru að verki í síra Har-
aldi, voru í ætt við þessi náttúruundur. Hann var eins
og andlegur geysir í voru þjóðlífi, auðugur af hita og
látlausum krafti. Mikið hefir farið forgörðum af hans
andlegu orku, en þó minna en hjá hverunum. Áhuginn
kjá honum var af svipuðum rótum runninn. Það var
innra afl, sem knúði fram ræður Haralds. Löngun til að
fræða menn um það mál, sem hann taldi langmerkast
^llra hluta, þekkinguna um áframhald lífsins og afleið-
ingar þær, er líferni manna hér hefir á framhaldslífið.
Því var hann ávalt að reyna að opna augu manna fyrir.
Þegar hann tók að kynnast því, hversu alvarlegar af-
leiðingar vort jarðneska líf hefir hinumegin „grafar“,
]ní skildist honum, hversu vandasamt og ábyrgðarmikið
or að vera prestur. Það var líka sjálfsagt mikið fyrir
bað, að hann var prestur, að hann fékk svo miklu áork-
að, enda var hann líklegast mestur ræðumaður á Norð-
urlöndum.
Eg sagði, að mér væri minnistæðastir hverirnir á
veravöllum vegna fegurðar, orku þeirra og áhrifa.
n hversu miklu voldugri er þó mannssálin, þegar hún
01 þroskuð og voldug. Hvað verða áhrif allra geysira
jarðarinnar á móti áhrifum vitrar og góðrar mannsálar?
Þetta félag okkar hefir verið svo lánsamt að hafa
Veri.^ ^ai^gv^um með þessum fágæta manni. Það hefir
? 1 verið augnabliksstund heldur mörg ár. Áhrifa frá
b°r ^6^11" Sætt víða, en mest meðal þeirra, sem
s'6 * U,hann ^ez^- Menn eru yfir höfuð lítið andlega
^nna ir. Hann vakti marga. Vér höfum fengið hlýju
s? ^ ur kans andlegu orkulind. Vér eigum að taka
arald oss til fyrirmyndar í félagi voru; áhugi hans
3*