Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 42
36
M 0 R G U N N
og dugnaður getur jafnan verið oss hvatning. Forseti
félags vors og hann voru þeir brautryðjendur, er mest
og bezt hafa rutt spiritismanum braut hér á landi.
«
Ræða ísleifs Jónssonar.
Við minnumst hér í kvöld varaforseta þessa fé-
lags. Við minnumst þess manns, sem vígst hafði til
þess að flytja guðs ríki niður til mannanna, og vígðist
svo til þess að flytja hina hæstu hugsjón til okkar, þá
að sameina betur þá heima, sem um aldir höfðu að
mestu verið aðskildir fyrir okkar skynjan.
Hann var valinn til þess. Eg er ekki í minsta vafa
um það, að hin æðri máttaröfl hafa séð, hvað í honum
bjó og þess vegna beint huga hans inn á þær brautir,
sem svo urðu hans æðsta köllun, — að boða okkur fagn-
aðarerindið í sinni dýrlegustu mynd. Eg er sannfærður
um, að það er engin tilviljun að hann og aðrir fleiri,
sem hrundu af stað þessu máli, sem tengir okkur hér
saman, voru einmitt þeir menn, sem öðrum fremur
höfðu skilyrði til þess að geta starfað fyrir það. En hér
á ekki við að minnast annara en vinar og fjelagsbróður
okkar próf. Haralds Níelssonar.
Með okkur öllum er eitthvað, sem við getum ekki
gert okkur grein fyrir. Við finnum þetta eitthvað, en
vantar þekkingu til þess að geta fundið, hvað það er.
Eg minnist þess tíma er eg var smádrengur, og eg fann
svo glögt, að eg var aldrei einn, þó að engin mannleg
vera væri nálæg. Eg gat enga grein gert fyrir þessu; en
mér var það unun, að vita þetta. Þó vaknaði altaf spurn-
ingin um þetta eitthvað, en svörin fengust ekki. En
hvílíkur heimur opnaðist, er eg kyntist próf. Haraldi
og um leið þessu málefni. Hann opnar á mér augun
fyrir öllu því dýrlega, sem í þessu felst. Hvílík unun er eg
fæ vitneskju um að alt þetta sé frá æðra heimi, að það,
sem áður hafði verið eitthvað, verður nú vökumenn,
hjálpendur, sem hafa það dásamlega hlutverk að vaka