Morgunn - 01.06.1928, Side 45
MORGUNN
39
en Haraldur Níelsson. Mér finst eg ekki ganga þess
dulinn, a8 þegar tímar líða, þá verði starf hans metið
svo sem biskupsstarf hefði verið. Getur ekki hugsast,
að sá, sem vildi sýna konunni þetta, hafi með þessu
viljað tákna, að eins og biskupinn er höfuð þeirrar
kirkjudeildar, sem hann er biskup fyrir, eins yrði þetta
barn, er tímar liðu, höfuð eða fyrirliði sinnar deildar,
getur nokkur neitað að svo hafi orðið. Konuna, sem
sýnina sá, þekti eg afarvel, og vissi að hún var gædd
óvenjulegum sálrænum hæfileikum. Eg er þess fullvís
að hún hefir verið ein í þeim hópi, sem tekið hefir á
nióti vini okkar, er hann kom yfir í nýja landið.
Eg var eitt sinn staddur í kirkjugarði; þar sá eg
legstein og voru höggin tvö nöfn á hann, lconu og karls.
Steinn þessi var í engu frábrugðinn öðrum steinum í
garðinum. En þegar eg gætti betur að, sá eg, að við nafn
karlmannsins vantaði dánardag og ár. Eg spurði mann,
er með mér var, hverju þetta sætti; hann sagði, að mað-
urinn væri lifandi enn. Hann hafði reist sér minnisvarða
í lifanda lífi, úr steini.
Haraldur Níelsson hefir reist sér minnisvarða. Sá
varði er óbrotlegur, og þó að ef til vill tímans tönn
takist að naga eitthvað úr honum, þá verður altaf eftir,
það sem enginn fær nagað burt, það sem er himneskt,
l)að sem er andlegt, það sem er guðdómlegt. Það blómgast
°g vex og æ blómlegar rís. Því meir sem óvinum ])essarar
stefnu tekst að gnaga og mylja utan af, því skírar kemur
1 Ijós gullið, sem er í þeim minnisvarða, sem hann hefir
reist sér, með hinu óbilandi ]meki og djörfung í kenningu
smni, með hinum blíða vorþyt kærleikans, er sýndi oss inn
1 . _ ómælilega djúp kærleika guðs, sem í daufu endur-
skini
sPeglar sig i mannssálinni.
Eg veit ekki, hvort dánardægur mannsins komst
no ^urntíma á legsteininn, en hitt veit eg með vissu, að
a þann minnisvarða sem þú, vinur minn. Har. Níelsson,
J efil re’st sjálfum þér með starfi þínu, verður aldrei