Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 46
40
M 0 R G U N N
hög-gvinn dánardagur, svo lengi sem íslenzka þjóðin
heldur áfram að tilbiðja ljóssins, kærleikans og mátt-
arins guð. Þessi minnisvarði er greyptur í sálir allra
þeirra, sem á þig hlýddu, hann er ódauðlegur, hann er
himnesks eðlis.
Þú hafðir lag á því að tala svo ljóst að allir skildu.
Hvernig stóð á því, að undantekningarlítið var það
svo, að hver sem eitt sinn hafði hlýtt á orð þín, þyrsti
ætíð í meira? Var það ekki af því, að sá, sem vildi
hlusta og hugsa, fékk altaf eitthvað nýtt? Altaf opn-
aðist einhver nýr, áður óþektur heimur, fyrir þeim, er
við þig talaði eða á þig hlýddi, svo að enginn þurfti að
fara erindisleysu til þín. Hver getur nokkru sinni gleymt
því, er þú raktir sundur ýms orð og atriði ritningarinnar
og með því leiddir okkur inn í fjarlæg lönd, og mörg
orð og atriði, sem áður höfðu verið okkur sem óskiljan-
legt erlent mál, urðu ljós og skiljanleg, er þú hafðir
leitt okkur að lindum þekkingar Jjinnar og skarpskygni?
Hver mun nokkru sinni gleyma því, er þú leiddir okkur
að lindum kærleikans og lýstir móðurástinni í sinni göf-
ugustu og dýrlegustu mynd? Það var sem opnaðist nýr
heimur, nýtt útsýni, sem við þó höfðum haft áður, en
augu okkar höfðu verið svo haldin, að við höfðum ekki
séð hann, fyr en þú hafðir opnað augu okkar. Hver get-
ur nokkru sinni gleymt því, er þú leiddir okkur að
hinu dimma porti dauðans, sem margir hugsa og hafa
hugsað með skelfingu til? Þegar þú, samkvæmt órækum
sönnunum, bentir okkur á, að það er mest undir sjálf-
um okkur komið, hvort dauðinn setur skugga á leið
okkar, eða að við gerum hann að björtu hliði, sólar-
geisla, sem við getum gengið í gegnum inn til æðra og
fullkomnara lífs?
Fyrir nokkrum dögum kom til mín kona; henni
fórust orð á þessa leið: Eg get aldrei fullþakkað að hafa
notið þeirrar blessunar að hlusta á prédikanir próf.
Haralds. Hann hefir tekið burt allan kvíða og alla