Morgunn - 01.06.1928, Side 48
42
M 0 R G U N N
Ræða præp. hon. síra Kristins Daníelssonar.
Það er ekki ætíð, jaí'nvel sjaldnast auðvelt fyrir
neinn, að ráða það með nokkurri vissu, hvað öðrum býr í
huga við hin ýmsu atvik lífsins, hvort heldur til gleði
eða sorgar. Atburður, sem lýstur einn með harmi og
hrygð, getur farið fram hjá öðrum tilfinningalausum
eða tilfinningalitlum.
En þegar vér erum nú saman komin hér í kvöld,
og erum að helga dýrmætri minning hins ógleymanlega
varaforseta félags vors þennan fyrsta samfund vorn
eftir lát hans, erum í heiðurs- og þakklætisskyni við
þá minning að tala saman og hugsa saman um hann í
kvöld, hvað hann var fyrir oss, hvað hann gaf oss og
eftirlætur oss af ríkum f jársjóðum anda síns — þá verð-
ur þetta nokkuð á annan veg, þá verður það ekki svo
sérlega torvelt fyrir oss hvern og einn, að fara nærri um
það með nokkurn veginn vissu, hvað oss öllum saman
kom í hug, er vér heyrðum hið sorglega, óvænta lát
hans, og býr nú í huga, er við finnum allan tómleik-
ann eftir missi hans úr hópi vorum. — Hann var svo
einstæður maður, persóna hans hafði tekið oss öll, ást-
vini hans og vini hans, svo öruggum tökum trausts og
velvildar og aðdáunar, að ekki getur hjá því farið, að
tilfinningar vor allra við fráfall hans og missi hans úr
þeim nána félagsskap, sem vér vorum í við hann, séu
allar á eina lund. Og ef ég á að fela það í stuttu, en
efnisríku einkunnarorði, hvernig oss varð við, er and-
látsfregn hans kvað við í eyrum vorum — hvernig oss
er innan brjósts síðan — er það ekki sízt nú, á þessari
fyrstu samverustund í félagi voru eftir lát hans —
fyrsta sinn, sem hann er ekki hér og ekki væntanlegur
að vera hér framar, til að gleðja oss með nærveru sinni
og auka nautn vora og nytsemi, er vér höfðum af
hverju fundarhaldi voru og því fundarefni, er vér í
hvert sinn höfðum til meðferðar — þá vildi eg velja til