Morgunn - 01.06.1928, Page 58
52
M 0 R G U N N
hann talaði óviðbúinn, og náði þá stundum hæstu tónum
málsnildar sinnar, sannfæringarinnar og brennandi áhug-
ans. Eg veit að eg tala það í orðastað vor allra, er eg
segi, að vér megum ekki óklökkvandi á það minnast, að
nú má það ekki framar verða, aldrei framar sjá hinn
ástsæla varaforseta rísa hér úr sæti sínu.
Að því leyti getum vér endurtekið inngangsorð mitt:
,,Dáinn, horfinn" — harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En fjarri sé það oss, eins og það mundi vera fjarri
huga vors látna vinar, að nema staðar við það orð.
Vér höldum áfram með skáldinu og tökum hiklaust undir:
,,En eg veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn“,
og þannig áfram alt hið undurfagra kvæði, engu líkara,
en að það væri gjört fyrir oss um vorn látna vin og alt
í hans anda:
,,Fast eg trúi: frá oss leið
vinur minn til vænna funda
og verka frægra, sæll að skunda
i
fullkomnunar fram á skeið“,
og —
,,Veit eg enn hans verða spor,
svo þótt Tómas frá oss færi,
fullvel er það sem hann væri
enn þá mitt á meðal vor“.
Með óbifandi vissu og trúartrausti heimfærum vér
alt þetta til vors látna varaforseta, og minnumst þess,
að hann hefir sjálfur innrætt oss það manna bezt.
Vissulega lifir hann þótt hann sé látinn og fullvel er
er það sem hann væri enn þá mitt á meðal vor. Já,
finst oss það ekki, að hann sé hér enn á meðal vor?
Eg trúi því fastlega, að andi hans sé hér hjá oss í
kvöld, þótt vér skynjum ekki nærveru hans, nema ef til
vill einhverjir, sem gefin er til þess sérstök náðargáfa.