Morgunn - 01.06.1928, Page 59
MORGUNN
53
Mig langar til að lesa yður örfáar línur úr yndis-
fagurri bók, sem ensk kona, Miss Winifred Graham,
hefir ritað ósjálfrátt og kallar: „Bréf mín frá himnum.“
Látinn faðir hennar sendir bréfin og segir svo í því
síðasta: „Mér fellur ekki, þegar talað er um okkur í
Hðinni tíð. Þið segið svo oft á jörðinni: Hann eða hún
var svo góð, eða eg átti svo góðan föður eða móður eða
systur eða maka. Það er verulega særandi fyrir þann
sem enn þá er sami elskandi faðirinn, eiginmaðurinn eða
barnið. Reynið til að láta af þessari óviðfeldnu venju, að
tala um þá sem eru á himnum, eins og um áhrif þeirra
°S nærveru væri ekki framar að ræða, einungis af því
að hönd guðs hefir tekið hina gömlu jarðnesku mynd
úr augsýn til að gjöra hana dýrðlega og yngja hana
upp.“ — Mér er sem eg heyri vorn látna vin mæla
eitthvað þvílíkum orðum; mér er sem eg finni hann
sjálfan standa hér hjá oss og skynja alla hrygð vora
og söknuð, en líka, að hann mundi vilja biðja oss,
astvini sína og alla vini, að hryggja sig ekki með sorg
vorri. Og vér viljum líka leitast við að sefa harm vorn
segja enn með skáldinu:
Flýt þér, vinur, í fegra heim;
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Já, vissulega lifir hann, þótt hann sé látinn, lifir
hinn starfsami andi hans og mun hljóta enn meira að
staifa guðs um geim. Hann lifir í sæðinu, sem hann
hefir sáð og enn mun bera marga og blessunarríka
avexti. Vér erum því ekki að kveðja hann á þessari
Rnnningarstund vorri um hann eins og þann, sem að eins
Vai með oss, heldur minnast hans sem þess, sem er og
verður með oss, lifir með oss í áhrifum sínum, áhrifum,
sem aldrei munu fyrnast oss, sem verið höfum með hon-
um, og enn munu berast út um allar bygðir landsins.
er höfum gjört oss þessa stund hátíðlega til að festa.