Morgunn - 01.06.1928, Síða 60
54
M O R G U N N
sem bezt minning hans í hjörtum vorum, viljum öll
saman og hver um sig í hljóðum huga vorum minnast.
hans með hjartgrónu þakklæti og innilegri bæn. Vér
þökkum guði, að hann gaf oss hann og fyrir alt starfið,
sem hann gaf honum að vinna. Og vér biðjum guð, að
meðtaka anda hans og gefa honum fylling þeirra dýrð-
legu vonar, sem hann ól í brjósti sér, gefa honum ör-
ugga þroskaleið að því takmarki fullkomnunarinnar,
sem hann eygði framundan fyrir alla. Vér biðjum guð
að blessa endurfundi hans við undanfarna ástvini, vér
biðjum hann að blessa alla eftirlifandi ástvini hans,
konu hans og börn, blessa oss öllum minningu hans, og-
þjóð vorri ávexti og mikinn árangur af starfsemi hans
til fullkomnunar í þekkingu sannleikans og ávaxtar-
samri trú.
Vil eg svo enda þessi minningarorð um hann með
því að biðja yður öll að sitja hljóð í tvær mínútur og
hugsa til hans einbeitt og kærleiksríkt, eins og vér
væntum, að andi hans sé hér nálægur og hugsi einnig
til vor.
Ræða frú Aðalbjargar Sigurðardóttur.
Vinir mínir!
Eg get ekki yfirgefið þessa samkomu svo, að eg
noti ekki tækifærið til þess að þakka ykkur öllum fyrir
þau óteljandi elskumerki, sem þið hafið auðsýnt minn-
ingu mannsins míns. Eg þakka söngflokkunum, ræðu-
mönnunum, þeim, sem skreytt hafa salinn hér og kirkj-
una um daginn, eða á annan hátt hafa látið í ljós hlut-
tekningu sína. En eg þakka ekki síður allar elsku og
þakkarhugsanirnar, sem eg veit að þið hafið gefið hon-
um í veganesti. Þær skreyta áreiðanlega umhverfi hans
þar sem hann dvelur nú, ekki síður en yndislegu blóm-
in, sem þið hafið borið hingað í kvöld, skreyta sal-
inn hér.
En jafnframt því að eg þakka, vil eg bera ykkur