Morgunn - 01.06.1928, Síða 61
M 0 R Q U N N
55
kveðju og skilaboð. Mörgum ykkar er sjálfsagt kunnugt
um, að mig dreymir stundum einkennilega og er næm
fyrir ýmsum áhrifum. Áður en maðurinn minn lagði af
stað í síðustu langferðina sína, talaði hann einu sinni
við mig um þennan hæfileika minn. Hann minti mig
á, að þegar hann hefði verið í utanlandsferðum sínum,
þá hefði hann alt af í draumi getað látið mig vita,
hvernig sér liði, og svo bætti hann við: ,,Á milli okkar
verður enginn skilnaður, þó að eg fari yfir í hinn heim-
inn nú. Eg veit að eg get náð sambandi við sál þína og
látið þig vita um mig.“ Eg veit, að það er í samræmi við
vilja hans, að jeg votti það hér í kvöld, að hann hefir
staðið við þetta loforð. Eg hefi fylgst með lífi hans og
líðan, síðan hann kom yfir í hinn heiminn. Hér ætla
eg þó aðeins að segja frá einum draum, af því að hann
kemur ykkur við, er einskonar skilaboð til ykkar.
Eg þóttist koma inn í sjúkraherbergi hér í bænum.
Sé eg þá, að Haraldur stendur við rúm sjúklingsins. í
kringum hann var bjartur ljósbaugur og yfir honum
hvíldi slík tign, að eg staðnæmdist álengdar; dettur
mér í hug í þessu sambandi sýnin, sem Isleifur Jóns-
son sagði frá áðan. Þegar Haraldur sér mig, segir hann:
,,Farðu til aðstandenda þess sjúklings, sem hér liggur,
og segðu þeim að hafa ekki áhyggjur út af honum; eg
skal taka hann að mér.“ Síðan bætir hann við: „Það
er búið að úthluta mér starfi hérna.“ Eg spurði, hvað
það væri. ,,Eg á að vaka yfir safnaðarfólki mínu,“ seg-
ir hann þá, ,,og þegar það hefir vistaskifti og flytur
hingað, þá mun eg taka á móti því og létta því um-
skiftin.“
Draumurinn var ekki lengri, en mér fanst eg
verða að segja ykkur hann hér í kvöld, og þessu vil eg
bæta við: Á meðan Haraldur dvaldi hér hjá okkur,
veyndi hann að breyta skoðunum ykkar á dauðanum
°g draga úr óttanum við hann. Eg gæti trúað því, að
vegna þess, að hann hefir lifað og starfað á meðal ykk-