Morgunn - 01.06.1928, Page 62
56
M 0 R G U N N
ar, gætuð þið mörg mætt dauðanum með meiri hugar-
ró, hvort heldur hann kallar ykkur sjálf eða ástvini
ykkar. Og nú lætur Haraldur ykkur vita, að þessu
starfi vill hann halda áfram; hann vill standa hjá ykk-
ur á dauðastundinni, leiðbeina ykkur og hjálpa ykkur
með fyrstu sporin á ókunna landinu, sem hann varði
svo miklu af lífi sínu til að fræða ykkur um.
Haralöur Híelsson.
Þrjú kvæði.
[M orgni hafa borist mörg' erfiljóð, sem ort liafa veriö eftir
síra H. N. Ritst. sór sér ekki fært aö prenta þau öll. En þrjú þeirra,
sem hér fara á eftir, hefir hann valiö úr].
i.
Er sólin ljómar, verður grjótið gull,
og gráköld urðin skín af lífi full.
Hvert gras og blómið geisla regnið.
Af gleði lífsins brestur sérhver hlekkur.
Alt hækkar — stefnir himni bláum nær,
hvert hjarta nýjan auð og birtu fær.
Þá stillast harmar, þaggast allur grátur
og þungar ráðast jafnvel lífsins gátur.
Því sólin skapar, sólin lífgar dautt,
og sveipar lífi þar sem fyr var snautt.
tír tilverunnar rökkri löndin rísa
með rósir lífsins, brædda dauðans ísa.
Við eygjum lengra — lífið opnar hlið,
sem lokuð voru, inn á fegri svið.
— Er sólin ljómar, sést í nýja heima,
er sjálfan Drottin mildan, ríkan geyma.