Morgunn - 01.06.1928, Page 63
MORGUNN
57
Hann bar það ljós, er lífi glaðast brann.
í Ijóssókn þjóðar sástu ei fegri mann.
Það bar af honum ljóma langt og víða,
hann lýðnum benti á dagsbrún nýrra tíða.
Af Haralds máli hófst ’in bjarta trú,
sem himna milli og jarðar leggur brú.
Er stóð hann undir kirkjuhvelfing blárri,
menn kendu yls af trúnni sterkri og hárri.
Hann blés í kaldan bókstaf lífsins yl,
og bar þann fögnuð — enginn dauði er til!
Af hjartans mildi, hugans eldi birti,
þó hjátrú landsins nýjan boðskap syrti.
Hann kveikti heita sól í sálu manns,
og svifti burtu köldum efa hans,
sem þyrstur vonar, þráir eilífð hlýja,
en þorir ekki að trúa á daginn nýja.
■— Er sólin ljómar, verður grjótið gull.
Er guðstrú Haralds skein oss björt og full,
varð heimur fagur, himindýrðin nærri,
og hjörtun glöð og sérhver maður stærri.
Er las hann okkur lífsins guðspjall nýtt,
]>á laukst upp Drottins sólskinsríki vítt;
ur tilverunnar rökkri risu löndin
Weð rósir lífs — sem gaf oss föðurhöndin.
Hve bjart var yfir máli þessa manns!
Oy máttur frjór og hlýr í boðun hans!
Ve sannleiks-vissan sindraði í orðum
setti nýtt og flutti úr gömlum skorðum.
Ve djarft hann horfði — dagsins ljóma mót!
Ve djúpt hann sá — að lífsins instu rót!
ve hlýft ’ann vafði að hjarta sínu alla,
hóf þann upp, sem jjreyttur var að falla.