Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 64
58
MORGUNU
Hve fagnaði 'ann, er fegurð lífs hann sá,
— ef fjöllin stóðu hrein og skúra-blá,
ef glæsti himin norðurljósa-logi,
og leiftursilfur mánans skalf á vogi,
ef fann hann list í ljóðs og tónsins sál,
ef leit hann fágað, svipbjart íslenzkt mál,
ef sá hann hugsun fagra vera að fæðast,
og frelsi andans djörfu þori glæðast. —
— I»ví bar hann hæst af klerka- og kennilýð?
Því komst hann næstur hjarta á vorri tíð?
Hann átti sjálfur eldinn, ríkast hjarta,
hann eygði skýrast himinljósið bjarta,
og þorði að gefa alla sína sál
í sigurvissu um heilagt trúarmál. —
Hann kynslóð sinni kyndil bar í hendi,
í kirkju landsins geisla af himnum sendi.
Já, sólin skapar, seiðir lífið fram,
en sveigir burtu kaldan dauðans hramm.
Svo lýsti af björtum landsins höfuðpresti,
að lífið betur rætur sínar festi.
Og ferill mannkyns fanst oss sigurbraut,
]>ví för þess stefndi í ljós úr myrkur-þraut.
— Svo móta, skapa konungsandar einir,
í eðli sínu sterkir, bjartir, hreinir.
Jón Björnsson.
II.
Dimmir yfir Isafoldu,
eitt af hennar skærstu ljósum
slökti djarftæk dauðans mund.
Haraldur er hulinn moldu,
hnigin sól að feigðarósum,
holdið sofnað banablund.