Morgunn - 01.06.1928, Page 67
M ORGUNN
61
Grímsstöðum á Mýrum. Voru foreldrar hans Níels bóndi
Eyjólfsson (d. 1885) og kona hans Sigríður (d.1907)
systir samfeðra Hallgríms biskups Sveinssonar prófasts
á Staðastað og alþingism., Níelssonar bónda á Kleifum í
Gilsfirði, Sveinssonar bónda á Kleifum Sturlaugssonar.
Er þessi ætt mjög fjölmenn, hið merkasta bændakyn á
Mýrum, en eigi fáir afkomendur síra Sveins hafa erft
mælsku hans, sem þjóðkunn var á sinni tíð.
Á latínuskólann kom síra Haraldur 1884, útskrif-
aðist 1890, og sigldi samsumars til háskólans í Kaup-
mannahöfn. Embættisprófi í guðfræði lauk hann þar í
ársbyrjun 1897.
Stóð þá fyrir dyrum hin mikla endurskoðun á þýð-
ingu ritningarinnar og var hann þá ráðinn starfsmaður
Eiblíufélagsins við það starf, einkum við þýðing gamla
testamentisins. Kom fyrsta útgáfa þeirrar þýðingar út
árið 1908, en sama haustið sagði Hallgrímur Sveinsson
af sér biskupsembætti og við þá breytingu, sem þá varð
á kirkjustjórninni, var síra Haraldur sem sjálfkjörinn
kennari við prestaskólann. I rúm tuttugu ár hefir hann
bannig verið kennari prestaefnanna, fyrst við presta-
skólann og síðan við háskólann og nú, er hann andað-
ist, var hann, í annað sinn rektor háskólans.
Við síðari endurskoðun biblíuþýðingarinnar, eink-
anlega nýjatestamentisins, útgáfuna 1912 og vasaútg.,
Vann hann mikið verk.
Prestvígslu tók hann til holdsveikraspítalans 1908,
Var prestur sjúklinganna þar síðan og bjó síðustu árin
Þav í húsinu. Stutta stund var hann prestur hér í bæn-
Urn> með síra Jóhanni. Og allmörg síðari árin hélt hann
uPpi guðsþjónustum í Fríkirkjunni, annanhvorn messu-
áag; skapaði þar um sig fjölmennan söfnuð, sem hélt
kuðsþjónustunum uppi með frjálsum samskotum.
Prédikanasafn hans hefir verið gefið út: ,,Árin og
°difðin“ og mesti fjöldi allskonar ritgerða um andleg
efni hefir birst eftir hann í blöðum og tímaritum.