Morgunn - 01.06.1928, Síða 68
62
MORGUNN
Síðustu árin voru sálarrannsóknirnar það áhuga-
málið, sem hann fórnaði kröftum sínum af lífi og sál og á
því sviði liggur meira ritað eftir hann en nokkurn ann-
an íslenzkan mann — að einum undanteknum, ef til vill.
Hann var um skeið einn af forgöngumönnum í bind-
indisstarfseminni hér í bænum og átti vissulega ekki
lítinn þátt í því að blása hinu mikla lífi í þann félags-
skap á tímabili.
Stjórnmál lét hann oft mjög til sín taka. Var ein-
dreginn sjálfstæðismaður. Bauð sig fram fyrir þann
flokk eitt sinn, en náði ekki kosningu. Hann var jafn-
an í hóp hinna frjálslyndustu og víðsýnustu, þar sem
annarsstaðar.
Síra Haraldur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans,
Bergljót, var dóttir Sigurðar prófasts og alþingismanns
Gunnarssonar. Þeim varð fimm barna auðið. Síðari kon-
an lifir hann, Aðalbjörg Sigurðardóttir. Þau eignuðust
son og dóttur.
Við mikið heilsuleysi sitt og sinna átti síra Harald-
ur að berjast löngum síðari áratugina. Hann var skor-
inn upp fyrir nokkrum mánuðum og tók þá legu mjög
nærri sér. En engu að síður neyddi hinn kvalafulli sjúk-
dómur hann til að leggjast aftur á skurðarborðið. Hann
lifði skurðinn af að vísu, en hjartanu var um megn að
þola meira. Hann dó í sjúkrahúsinu í Hafnarfirði 11.
þ. m.
Enginn vafi getur leikið á því, að síðar meir verður
endurskoðun biblíuþýðingarinnar talinn merkasti við-
burðurinn í kirkjusögu íslands fyrri hluta tuttugustu
aldarinnar og jafnvel í bókmentasögunni líka.
Það er alveg tvímælalaust, að ])ar var unnið svo
ágætt verk, leyst af hendi með svo frábærri vandvirkni,
að íslenzka þjóðin mun lengi minnast þess, og búa við
þessa þýðingu í marga mannsaldra, fyrstu þýðinguna
eftir frummálunum.