Morgunn - 01.06.1928, Síða 69
M 0 R G U N N
63
Þar unnu margir að og því aðeins eru mikil verk
leyst af hendi, að margir starfi þar að.
En langmestur vandinn hvíldi á herðum síra Har-
alds, og því ber honum mestur heiðurinn. Og því má
nýja biblíuútgáfan vel kallast, svo sem eg oft hefi heyrt
hana lcallaða og hygg, að hún verði að jafnaði kölluð
síðar: Haraldsbiblía — svo sem fyrri merka biblíuþýð-
ingin var lcend við Guðbrand biskup. Verður það og
ekki efað, að ef þrjá á að nefna merkasta menn í sögu
íslenzkrar biblíuþýðingar, þá verða það: Oddur Gott-
skálksson, Guðbrandur Þorláksson og Haraldur Níels-
son.
Nýja biblíuþýðingin er merkasta vísindalega starfið
sem leyst hefir verið af höndum af íslenzkri prestastjett
og er til hins mesta sóma fyrir kirkjuna.
En fyrir íslenzka tungu er þetta verk ekki síður
merkilegt. Hvert einasta barn á íslandi lærir fjölmargar
frásögur á biblíumálinu, einmitt á þeim árum, er þau
mótast mest. Á hverjum helgum degi eru lesnir langir
kaflar úr biblíunni í hverri kirkju sem messað er í um
endilangt Island og loks er biblían enn, vafalaust, mest
lesna bók á Islandi. — Fyrir þróun og fegurð tungunnar
er það stórkostlega ])ýðingarmikið, að biblían sé á fögru
máli. Eg man ekki til að nein rödd hafi um það heyrst,
að biblíu])ýðingin hafi ekki tekist vel að ]>essu leyti. Síra
Haraldur á meiri heiður af því en nokkur annar. Hann
var hvorttveggja í senn: prýðilega málhagur og með af-
brigðum vandvirkur á að ])ýða rétt og þýða vel. Og svo
var hann búinn þeim dásamlegu kostum, að að hvaða
verki, sem hann gekk, þá gekk hann að því með óskiftum
áhuga og frábæru kappi. Eftir ])ví sem eg ])ekti síra
Harald síðar get eg vel hugsað mér hvílík feikna starf
hann hefir lagt í biblíuþýðinguna, er hann hóf að starfa
að henni á léttasta skeiði.
Um marga mannsaldra mun íslenzka ]>jóðin búa að
þessu verki. Biblíuþýðingin mun, að minni hyggju, halda