Morgunn - 01.06.1928, Page 70
64
M 0 K G U N N
minningu síra Haralds lengst á lofti. Með henni hefir
hann reist sér ])ann bautastein, sem seint mun firnast,
því að hið fagra mál hefir hann lagt á varir okkar og
barna okkar, svo að tugum og hundruðum ])úsunda skifta
í margar kynslóðir.
Þó að ekki lægi annað eftir hann, þá væri hann
einn af hinum mestu í kristni- og menningarsögu þjóð-
arinnar, vegna biblíuþýðingarinnar einnar.
í tuttugu ár hafði síra Haraldur verið kennari
prestaefnanna. Var eg einn af fyrstu lærisveinum hans
á prestaskólanum og þau eftirmæli fær hann hjá mér
í því efni, að af engum óskyldum hefi eg lært meira
en af honum.
Hann var fyrst og fremst hinn mesti lærdómsmað-
ur. Aðalkenslugrein hans var gamla testamentið og er
það alveg vafalaust, að í þeim fræðum hefir enginn Is-
lendingur nokkuru sinni verið honum jafnlærður, enda
enginn á undan honum varið svo miklum tíma í það að
öðlast þann lærdóm. Og svo hafði síra Haraldur alveg
sérstakan áhuga á og sérstaka hæfileika til að skilja
hina geysilega merku þróunarsögu trúarhugmyndanna,
sem birtist í hinu mikla Gyðinga ritsafni. Mín reynsla
var sú, að ekkert þroskaði mig meir á prestaskólanum
en skýringar síra Haralds á ritum gamla og nýja testa-
mentisins og eg hygg, að að þeirri fræðslu hans búi hin
unga prestastétt mest frá námsárunum.
Hann var í annan stað hinn vandvirkasti og áhuga-
samasti kennari, sem eg hefi sótt kenslustundir hjá.
Hvílík umskifti að koma á prestaskólann í þessu efni.
Fyrir mér stendur það svo í endurminningunni, að síra
Haraldur hafi hlotið að búa sig alveg sérstaklega undir
hvern einasta tíma. Og svo sótti hann það með þessu
fádæma kappi, að komast yfir sem mest, útskýra sem
allra nákvæmast, og draga af ályktanir þær, sem við
átti. Ákafinn að láta lærisveinana læra, eljan og út-