Morgunn - 01.06.1928, Page 72
66
M0 R GUNN
hann ekki síður vandlátur um það, en annað, serrí hann
lét frá sér fara.
Hiklaust kalla eg hann mestan ræðumann sinna
samtíðarmanna á fslandi í klerkastétt. Þegar andinn
kom yfir hann, og það var ósjaldan, þá gat enginn sem
hann náð valdi yfir huga og hjarta áheyrendanna. Eg
heyrði hann tala í síðasta sinn á stúdentafélagsfundi
fyrir nokkrum vikum. Enginn hinna mörgu ræðumanna
fékk ]>vílíkt hljóð ’sem hann. Um engan varð fremur
sagt: hann talaði eins og sá er vald hafði.
Lærdómur hans, mælska að erfðum fengin og hið
ágæta vald, sem hann hafði á íslenzku máli, átti vitan-
lega sinn mikla þátt í því að gera hann svo áhrifamik-
inn ræðumann.
Meiru réð hitt, að síra Haraldur var skáld, þó að
eigi liggi það eftir hann, svo að eg viti, sem venjulegast
er talið til skáldskapar. Hann notaði sína skapandi
skáldskapargáfu í þjónustu ræðugerðarinnar. Líking-
arnar, sem andi hans skóp og heimfærði til þess að út-
skýra andleg sannindi, voru í senn skáldlegar, áhrifa-
miklar og sannfærandi. Fyrirbrigðin úr ríki náttúrunn-
ar og úr heimi sögunnar urðu honum vísbendingar um
hinn mikla alvald og gæskuríka stjórn hans á heimi
og einstaklingum, og á snildarlega fagran og áhrifa-
mikinn hátt klæddi hann þessar hugsanir sínar í orð,
og með áhrifavaldi og guðmóði beindi hann þeim til
áheyrendanna. Eg hefi engan heyrt tala með slíkri
hrifningu sem síra Harald um dæmisögur og líkingar
Krists. Eg held að enginn af samtíðarmönnum síra
Haralds hafi komist nær Kristi en hann í þessu, að sjá
guð í liljugrösum akursins og fuglum himinsins.
En mestu réð það um ræðumensku síra Haralds,
að hann var sjálfur snortinn, innilega sannfærður um
hin andlegu sannindi, sem hann boðaði. Hann var, þeg-
ar hann samdi og flutti margar ræður sínar, guðinnblás-
inn á sama hátt og spámenn gamlatestamentisins og