Morgunn - 01.06.1928, Side 73
M 0 R G TJ N N
67
síra Matthías í sínum beztu kvæðum. Enginn getur út-
skýrt þetta, en sem betur fer eru þeir menn fáir, sem
ekki verða snortnir líka þegar talað er af guðmóði.
En þá menn ætla eg bezta sendingu til þjóðarinnar, sem
hafa hæfileika til að sækja hinn heilaga eld og varpa
nokkru af varma hans og bjarma á samtíðarmennina.
Um áratugi tvo gegndi síra Haraldur prédikunar-
starfi. Frjáls söfnuður myndaðist um hann. Prédikan-
irnar eru lesnar um allar bygðir íslendinga. Og þær
verða lesnar um margar kynslóðir.
Þó að ekki lægi eftir hann annað en pi'édikunar-
starfið, þá væri hann einn af hinum mestu kennimönn-
uni Islands.
Það þóttu mikil tíðindi er það fréttist um land alt
íyrir ca. 20 árum, að síra Haraldur væri farinn að fást
við andatrú og andasæringar, eins og það var oft orðað,
og að hann væri ekki einn í ráðum, heldur einnig sumir
æðstu menn þjóðarinnar og aðrir nafnkunnir menn. Það
var meira stormviðrið sem út af þessu varð; það varð
um tíma nálega pólitískt flokksmál, vakti geysilegt
umtal, geysilegt hneyksli og miklar ofsóknir.
Eg býst við að flestir hafi búist við að fljótlega
félli þetta alveg niður og að síra Harald hafi vart
krunað, að jietta yrði upphaf að óslitinni baráttu fyrir
hann þá tvo áratugi, sem hann átti ólifaða.
Síra Haraldur gekk að þessum rannsóknum með
þeim eldmóði, sem einkendi afskifti hans af öllu því
sem hann hafði áhuga á, og sá áhugaeldur kulnaði aldrei
a hverju sem gekk. Geysilega miklu starfsþreki varði
rann í þarfir þessa máls og mikið varð hann fyrir það
að líða.
En það varð honum einnig nýr brunnur opinberun-
ai, sem varpaði ljósi yfir þau vísindi, sem hann einkum
stundaði og blés í hann nýjum eldmóði á prédikunar-
stólnum.