Morgunn - 01.06.1928, Page 76
70
MOBQUNN
Söknuðurinn úti um lanöið.
Fjöldi brjefa hefir borist utan af landi, bæði til rit-
stjóra Morguns og annara, þar sem minst er andláts
Haralds Níelssonar. Hvarvetna kveður við sama tón:
Söknuðurinn er alveg óvenjulega djúpur og tilfinnan-
legur og aðdáunin hin innlegasta. Hér fer á eftir, sem
sýnishorn, kafli úr einu þessu bréfi. Það er frá Guðgeir
Jóhannpsyni kennara við Eiðaskólann:
— „Haraldur Níelsson er látinn“. „Þessi mikla höf-
uðsetning rís upp fyrir huga mér hvað eftir annað þessa
daga. Eg vil naumast þurfa að hugsa um annað né tala.
Eg hefi aldrei orðið slíks var áður við andlátsfregn
nokkurs manns. Mér kom þetta svo óvænt. Eg hafði
ekki, svo eg muni, gex*t mér þess grein, hvernig eg
mundi hugsa og finna til, ef eg frétti lát hans. í huga
mér var það víst svo fjarri. Nú kom fregnin svo skyndi-
lega, og fyrst af öllu fann eg til þess, að einhverju
miklu var lokið. Það var sem stói'feldur hljómleikur
druknaði skyndilega í djúpri þögn. „Mér finst eins og
eg hafi mist eitthvað mikið“, sagði stúlka við mig sama
daginn og fregnin barst hingað.
Eg fann ]>að sama, en jafnskjótt kom þessi hugsun
fram: Eins og við höfum mist, þannig höfum við öðlast
eitthvað mikilvægt, sem við áttum ef til vill ekki áður
í jafnríkum mæli, og gátum ekki eignast, meðan hann
var á jörðu á sama hátt og við. Við vitum nú betur og
finnum, hvað við höfum öðlast með komu hans og
dvöl. f fulla tvo tigi ára hafa sum okkar heyi*t raust
hans, lesið rit hans.
Hvað við höfum eignast mikið, sem höfum átt þess
kost að lesa ritin hans jafnskjótt og hann slepti hend-
inni af pennanum. Hvað það var mikið tilhlökkunarefni