Morgunn - 01.06.1928, Síða 77
MORGUNN
71
að eiga von á nýrri bók eða nýrri ritgerð. Svo var í
hvert skifti, sem við áttum von á Morgni. Við vissum,
að þar mundi koma ný grein eftir Harald Níelsson. En
okkur var ekki alveg sama, hvort hún var þýdd eða
frumsamin. Að vísu vissum við, hve þýdda efnið var
hugnæmt og vel valið og ritað fögru máli. En því meira
sem hann hafði auðgað þá grein frá eigin bi-jósti, því
meira fundum við í henni, og ef hún var frumsamin,
þá fögnuðum við mest. Eins var þegar hin tímaritin
voru á ferðinni: Eimreiðin, Iðunn og Prestafélagsritið.
Þegar við rendum augum yfir rithöfundaskrána og
sáum nafn Haralds Níelssonar, þá varð þessi hugsun
æfinlega efst á baugi: „Grein eftir síra Harald, hana
les eg fyrst“. En upp á síðkastið þurftum við ekki nýjar
greinar jafn brýnt og áður. Nú var orðið úr svo miklu
að velja: Árin og eilífðin, Kirkjan og' ódauðleikasann-
anirnar, Hví slær þú mig? Helen Keller, Morgunn. Og
við höfðum fyrir löngu gert þá ósjálfráðu uppgötvun,
að ræður hans og rit voru sífelt ný, eftir að nokkur tími
var liðinn frá því við höfðum lesið þau síðast. Þau voru
eins og nýja brumið lífsins sjálfs — eins og vormorgun-
inn, aftanskinið eða stjörnunóttin með norðurljósunum.
Svona voru og eru ritin hans: Yfir hverri einustu ræðu
og ritgerð, jafnvel yfir hverri setningu, sem meginmáli
skiftir, var göfugur blær aðalsmannsins í andans ríki,
tign spekingsins og lærdómsmannsins, glampi sjáar-
ans, litskrúð listamannsins, aðdáun og einlægni barnsins.
~~ En eg hefi einnig geymt í hjarta mér eina setningu,
seni Magnús Jónsson dócent hefir ritað í grein sinni
um »Árin og eilífðin". Hann lofar mjög bókina, en hann
roinnist þess að hver setning þar var eitt sinn flutt í
beyranda hljóði af Haraldi Nielssyni. Og hann segir
að lokum. „En ef þið hefðuð heyrt til hans!“ Eg finn
þetta hvað bezt nú, er eg tala hér við menn, sem dást
^yieð mér að ræðum hans, en hafa ekki heyrt hann
flytja neina þeirra. —