Morgunn - 01.06.1928, Side 78
72
M 0 R G U N N
í æsku sá eg og heyrði í dásamlegum hillingum
Jón meistara Vídalín, hinn mikla mælskusnilling. Nú
öfunda eg ekki lengur þá, sem hlýddu á hann, en eg
samfagna þeim, því eg hefi hlýtt á Harald Níelsson.
Og eg hefi ef til vill átt kost á því að heyra enn meira
en þeir. Eg er að minsta kosti sannfærður um, að eg
hefi heyrt til þess manns, sem var gæddur mælsku
prédikarans, göfgi og hugrekki brautryðjandans, eld-
legum áhuga og fórnfýsi postulans. Eg sé hann fyrir
mér og heyri bæði í prédikunarstól Fríkirkjunnar og
við ræðuborðið í leikhúsi Reykjavíkur. En ef ókunn-
ugur maður héldi að eg hefði komist of ríkt að orði,
þá vildi eg aðeins fá að bæta þessu við: Því fer fjarri.
Yfir svip hans og máli var einhver sá blær og einhver
sá hreimur, sem orð fá eigi lýst, nema snillingur segði
frá. Og nú þegar hann er látinn er mér þetta í huga:
„Ef eg aðeins hefði fengið að heyra til hans einu sinni
enn“. Veruleikinn svarar því, að þess sé enginn kostur.
En þá á eg þó eftir eitt svar — að eins eitt —: Eg hef
heyrt til hans og fagna yfir því. Eg nam raust hans. Og
eg vonast eftir því, að mér megi auðnast að nálgast
þau svið í öðrum heimi, að eg heyri hana þar aftur. —
Eg veit, að þetta er samhugsun og samtilfinning
svo marga, sem lesið liafa rit hans og hlýtt á prédikanir
hans. En samt veit eg að hið mesta er eftir. Það er
vitnisburður þeirra, sem hafa lifað og starfað með hon-
um í náinni viðkynningu.
Eg kom eitt sinn heim til hans, knúinn af ein-
kennilegu atviki. Við ræddum þá saman langt fram á
nótt. Aldrei gleymi eg þeirri stund. Mér hefir aldrei
fundist meira um hann, er hann prédikaði af eldmóði
ofurhugans fyrir hundruðum áheyrenda, heldur en
þetta kyrláta kvöld, er hann talaði við mig um svo
marga hluti milli okkar lágu jarðar og hins háa himins,
er mér virtist stundum sem hann sæi opinn yfir sér,