Morgunn - 01.06.1928, Síða 80
74
M 0 R G U N N
Síðasta skýrslan af þessum þremur birtist í enska tíma-
ritinu „Psychic Science" í janúar þ. á.
Þessa höfunda verður að telja áreiðanlega.
Próf. Pawlowski hefir kynt sér málið meira en 30
ár, en verið efagjarn til skamms tíma; Dr. Geley kann-
ist þér við; hann er talinn hafa beitt fullkomnustu eft-
irliti allra sálarrannsóknarmanna og hann nefndi Fra-
nek Kluski „konung miðlanna“. En Ocholowicz ofursti
hefir um langt skeið verið einn af handgengnustu vin-
um Kluskis og einn í „fasta hringnum“ á fundum hans.
Um stöðu miðilsins er þetta að segja: hann er há-
mentaður maður, af kunnri ætt; rithöfundur og viður-
kent skáld; en nú líka hátt settur við stóra bankastofn-
un. Elskaður er hann og virtur af öllum. vinum og fé-
lögum sínum. Miðilsgáfan hefir þróast mest eftir stríð-
ið, en snemma bar á henni.
Miðillinn er sjálfur rannsóknarmaður. Varkár er
hann með að hleypa ókunnugum og efagjörnum mönn-
um að (heilsu sinnar vegna). — Hefir auk þess and-
stygð á ofsóknurum miðlanna og hleypidómafullum
vísindamönnum. Hann notar því dulnefni. Menn bjóða
jafnvel þúsundir dollara fyrir einn fund. en Kluski neit-
ar. — Pawlowski komst að, af því að bróðursonur hans,
sem er í utanríkisráðuneytinu í Varsjá, kom honum að
(vinur Kluski-f jölskyldunnar). Miðillinn er fús á að
lofa alvarlegum vísindamönnum (svo sem Geley, Richet
o. fl. frönskum, ítölskum og fleiri landa vísindamönn-
um), að rannsaka fyrirbrigðin. Og hjá honum er óneit-
anlega ýmislegt að sjá og rannsaka. —
Pawlowski segir, að fyrirbrigðin, sem hann sá hjá
Kluski, séu þau sterkustu og óvenjulegustu, sem hann
hafi nokkuru sinni séð eða lesið um. —
Rannsókn fer fram á herberginu í fundarbyrjun,
því er lokað og innsigli sett fyrir dyr og glugga. — Ef
óskað er og þegar ekkert kvenfólk er við, situr miðill-
inn allsber á fundinum.