Morgunn - 01.06.1928, Síða 82
76
M 0 R G U N N
af bræddu paraffíni (12 kíló). Þær koma við fundar-
menn með mjúkum höndum, strjúka andlit þeirra með
fingrunum og stundum niður eftir beim öllum. — Ekki
verður vilst á, að þetta eru sannar mannshendur.
b) Líkamningar sýnilegar í rauðu Ijósi. Þær lýsa
sig upp með plötunum, sem þær taka sjálfar á borð-
inu. Ganga því næst meðal fundarmanna, lýsa upp and-
lit sín og lofa öllum að sjá sig og rannsaka. Ljósið frá
plötunum er svo gott, að holur og hár húðarinnar sjást
vel; sömuleiðis gerðin á efninu, sem er í klæðnaði eða
slæðum þeirra. Þær koma svo nálægt, að andardráttur-
inn heyrist og andinn út úr þeim finst á andliti þess,
sem athugar (Pawlowski). Enn meira sannfærandi er
hið fjörlega og skynsemi-þrungna augnaráð — einkum
þegar þær tala við fundarmenn —; þessar verur brosa
og sýna alls konar svipbrigði við spurningum manna,
svo eðlileg sem frekast er hægt að hugsa sér. —
Um þessa tegund líkamninga má taka fram, að
venjulegast segja verurnar, að þær séu framliðnir ætt-
ingjar eða vinir fundarmanna, — hér um bil helmingur
þeirra hefir þekst. Meðal þeirra koma þó stundum fram
líkamaðar verur, sem virðast ekki hafa neina verulega
hugmynd um, hvað þær eru né hvað þær séu að gera,
rétt eins og þær séu að leita stuðnings eða fræðslu hjá
fundarmönnum. — Verurnar, sem nota plöturnar til að
lýsa sig upp, eru sjaldan allíkamaðar og ekki eins
greinilegar og sjálflýsandi verurnar, og þær halda sér
skemur. Þeim veitist stundum örðugt að hreyfa sig til
og þær flýta sér venjulega til einhvers af fundarmönn-
um, er þær hafa þekt í jarðlífinu, en forðast bersýni-
lega ókunnuga. Sumar verurnar þessarar tegundar hafa
einstöku sinnum verið fundarmönnum til ama, en venju-
lega hegða þær sér vel og eru ljúfar í framkomu. Sum-
ar virðast koma í þeim tilgangi einum að endurtaka
sömu athöfnina aftur og aftur. Aðrar sýnast koma fram
til þess að athuga fyrirbrigðin, sem gerast í hringnum,