Morgunn - 01.06.1928, Síða 83
n n: n í) a o tc
77
ásamt fundarmönnum. Enn aðrar virðast reka upp stór
augu og verða fyrir vonbrigðum, þegar þær finna ekki
meðal fundarmanna neinn, er kannast við þær sem fram-
liðna ættingja sína eða kunningja. Þær geta oftast lát-
ið greinilega á sér skilja, við hvern þær óski að tala. Það
hefir jafnvel komið fyrir, að verur þessarar tegundar
hafa þrætt við fundarmenn og verið ósamþykkar sín í
milli. Stundum hefir það og komið fyrir, er slík vera
birtist fyrsta sinni, að ytra gerfi hennar hefir líkst
miðlinum að nokkuru leyti. Það einkennilega fyrirbrigði
kemur engum æfðum rannsóknarmanni ókunnuglega
fyrir.
Undir þessa tegund líkamninga reiknar prófessor
Pawlowski dýra-líkamningarnar. Af dýrum sjást á
fundunum hjá Kluski einkum: íkornar, hundar og kett-
ir. Pawlowski lýsir íkornanum og hundinum, sem hann
sá: íkorninn hoppaði á borðinu; hundurinn hljóp á
gólfinu, dillaði rófunni, stökk upp í kjöltuna á fundar-
mönnum og sleikti þá í framan, og svaraði næsta eðli-
lega, er menn ávörpuðu hann, svo sem vant er að kalla
til hunda.
Stundum sýna sig önnur dýr, svo sem fálki eða
músafálki (buzzard) ; hann flýgur um herbergið og ber
yængjunum í veggina og loftið; eitt sinn settist hann á
öxlina á miðlinum; ljósmynd náðist (með leifturljósi).
Sú mynd er í bók dr. Geley’s.
Þá hefir ljón einu sinni birzt (konungur dýranna
öjá konungi miðlanna), Það virtist all-ægilegt, barði
skottinu og laust húsgögnin. Fundarmönnum fanst þeir
mundu ekki ráða við það, urðu hræddir og rufu fund-
inn með því að vekja miðilinn.
Þa er næst að segja frá því dýrinu, er fundarmenn
nefna „mannapann" eða ,,apamanninn“. Hann gerir
iðulega vart við sig, en erfitt er að rannsaka hann, af
því að hann ,,birtist“ aðeins í myrkri. Hann virtist vera
oðinn maður eða afarstór api. Hann er loðinn í fram-