Morgunn - 01.06.1928, Side 84
78
M 0 R G U N N
an, en enni hans er fremur hátt; hann er nieð langa,
sterka armleggi, og framkoma hans gagnvart fundar-
mönnum er fremur ruddaleg; hann reynir að sleikja
hendur þeirra eða andlit, og venjulega rýfur hann
fundinn eða fundarmenn neyðast til að rjúfa fundinn,
af því að þeir geta ekki haldið apamanninum í skefjum.
Próf. Pawlowski sá hann, eða fann, einu sinni. Ein-
kennileg lykt er af honum; finst fundarmönnum hún
líkust sem af votum hundi; hann glefsaði í höndina á
konunni, sem sat næst miðlinum, og nuggaði hendi
hennar við andlitið á sér. Konan varð hrædd; keðjan
rofnaði, og þar með var fundurinn úti.
c) Þá kem eg að þriðju tegund Jjessara líkamninga.
Margar af verum þeim, sem birtast á fundum Kluskis,
eru með sjálflýsandi hendur, þ. e. lófarnir eru glóandi
(sbr enska miðilinn Mr. Johnston, sem eg var á fundi
hjá í London sumarið 1910). Birtan frá höndum þeirra
er hvít, en þó dálítið grænleit. Þegar þær færa til
hendurnar, sjást andlitin eins vel og hinna við birtuna
frá plötunum. Þær hreyfa og hendurnar kring um and-
lit fundarmanna, til þess að virða þá fyrir sér, að því
er frekast verður séð. — Áður voru slíkar líkamningar
þektar hjá enska miðlinum Eglington, þeim er sann-
færði Gladstone, hinn mikla stjórnmálamann Englend-
inga. Sbr. myndina, sem James Tissot málaði. Pawl-
owski segir þær líkamningar nákvæmlega eins, er hann
hafi séð í Varsjá.
Verurnar með lýsandi lófana nota stundum fos-
fóriseruðu plöturnar, en oftast birtuna frá lófunum eina.
Sumar þeii’ra virðast halda á kristöllum milli handanna,
sem Ijós stafar út frá. Á einni þeirra virtist ljósið
streyma út frá öllum líkamanum, en einkum og sér í
lagi frá höfðinu. Þessar verur eru ekki ættingjar fund-
armanna. Þær sýnast líkastar því, að þær séu menn frá
miðöldunum (sbr. maðurinn frá 10. öld hjá okkur í
Tilraunafélaginu). Þær eru mjög hæverskar í fram-