Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 85
MOIÍGUN N
79
komu, og að alvöru, tign og mætti til að skynja hugs-
anir fundarmanna standa þær ekki að baki sjálflýs-
andi verunum.
d) Fjórða tegund líkamninganna á tilraunafundun-
hjá Kluski eru al-sjálflýsandi verur. Þær fóru eklci
að koma í ljós á fundum þessa miðils fyr en í maí
1923. Þær eru miklu fullkomnari í allri gerð —- og
stundum er alls ekki unt að greina þær frá lifandi
^iönnum. Þær eru ekki að neinu leyti líkar svip eða
vofu — en það getur komið fyrir um hinar tegundirnar.
Þær halda sér miklu lengur; hægðarleikur er að athuga
þær, þar sem miklu bjartara ljós streymir út frá þeim
en sú birta er, sem unt er að koma að við fyrri teg-
undirnar.
Þær eru mjög tigulegar í allri framkomu og mjög
alvarlegar. Fundarmönnum virðast þær algerlega óháð-
ar (þ. e. ekki í sams konar órjúfanlegu sambandi við
uiiðilinn), og þeir haga sér því öðru vísi gegn þeim en
hinum, er segjast vera frændur og vinir fundarmanna,
sern þeir hafa þekt. Þeir biðja þessar fögru líkömuðu
verur að dveljast eins lengi og þeim sé unt. Fundar-
nienn hafa tekið eftir því, að þessar verur eru miklu
sjálfstæðari í öllu, sem þær gjöra. Það þarf ekki að
uppörfa þær til þess að fyrra bragði.
Að því er frekast verður séð, svipar þeim ekki að
ueinu leyti til miðilsins að ytra útliti, og sjálfar eru þær
mJög ólíkar hver annari. En alvarleg og tiguleg fram-
koma auðkennir þær allar; samt eru þær ekki allar
jafn-bjartar eða jafn-sjálflýsandi. Ljós þeirra virðist
íoma innan að frá lílcama þeirra og er mismunandi að
styrkleik og magni.
Augun eru djúp og lýsandi, og þessar verur virð-
asl geta skynjað hugsanir fundarmanna, og þær fram-
ívæma oft það, sem fundarmenn óska, áður en þeir
lafa látið það í ljós með orðum. Þessar sjálflýsandi ver-
Ur koma venjulega síðari hluta fundarins, en sjaldan í