Morgunn - 01.06.1928, Side 86
80
M 0 R G U N N
fundarbyrjun, innan um hinar; og- þegar einhverjar af
þessum æðri verum birtast, er ekki annað sýnilegra en
að þær hverfi, sem segjast vera ættingjar fundarmanna.
Prófessor Pawlowski lýsir í sinni ritgerð nákvæmlega
einni af sjálflýsandi verunum. Það er aldraður maður,
sem enginn þekkir. En í fasta hringnum er hann nefnd-
ur assýríski presturinn, og próf. Pawlowski telur það
vel viðeigandi heiti, eftir útliti hans. í fyrstu sýnist
hann eins og ljóssúla. „Ljósið frá honum var svo sterkt,
að það lýsti upp alla fundarmenn og jafnvel húsgögn-
in, sem lengra voru frá honum.“ Hendur hans (lófarn-
ir) og hjartastaðurinn ljómuðu miklu sterkara heldur
en allur hinn líkaminn. Hann birtist í miðju herberg-
inu, all-langan spöl frá okkur. Borðið var í horninu á
herberginu og miðillinn í sjálfum króknum. Hann hafði
keilumyndaðan hatt á höfði og var í síðum kjól eða
skikkju, sem hékk niður í djúpum fellingum. Hann
gekk að okkur mjög tigulegur í fasi. Skikkjan sveifl-
aðist út frá honum og hann dró með höndunum stórar
þríhyrningamyndir og talaði með djúpri og hátíðlegri
röddu. Hann stóð beint fyrir aftan mig að minsta kosti
10 sekúndur og veifaði yfir oss höndunum, sem reyk
lagði út af, og talaði í sífellu. Því næst gekk hann
aftur lengra burt frá oss út í herbergið og hvarf. Hann
framleiddi svo mikið „ozone“, að lyktin af því fanst
um alt herbergið löngu eftir fundinn. Hann virtist vera
mjög gamall maður, með langt grátt skegg. Tungumál-
ið, sem hann talaði, var með miklum kverkhljóðum og
óskiljanlegt öllum af okkur; þó skildum við samanlagt
tólf tungumál. Þessa tungu hans hefir enn enginn
skilið.“
Það er einn aðalmunur á verunum, sem nota plöt-
urnar til að sýna sig, og sjálflýsandi verunum. Hér um
bil helmingur af hinum fyr nefndu hefir þekst. En af
sjálflýsandi verunum hefir alls engin þekst. Hið tignar-
lega útlit þeirra virðist fundarmönnum minna sig á