Morgunn - 01.06.1928, Síða 87
MORGUNN
81
þektar persónur úr sögunni. eða á einkennilega menn
löngu liðinna alda, bæði úr Evrópu og frá Austur-
löndum.
Þegar fullkomnar líkamningar verða, hættir miðl-
inuni við skjálftaköstum, og þau tæma mjög krafta
hans. En þá hjálpa fundarmenn honum með því að
draga andann allir í senn eftir ákveðnu hljóðfalli. Það
virðist veita honum nýjan styrk, og skjálftinn hættir.
Þegar skilyrðin eru góð, geta verurnar gengið all-langt
burt frá hringnum, herbergið á enda — .10 eða 12 fet
—; þá heyrast högg, skrjáf og að kommóðuskúffur eru
dregnar út, og ljósið sést í ýmsum stöðum. Þegar sum-
ar eftirtektarverðustu verurnar hafa birzt, hefir fund-
armönnum oft virzt líkast því sem persóna miðilsins
hyldist algjörlega, eins og hún þurkaðist út, og að
líkami hans væri enginn tálmi fyrir verurnar, eins og
Þkamir hinna fundarmanna eru. Einkum kom þetta í
'jós, þegar maður einn birtist, sem virtist vera rúss-
neskur herforingi.
Þegar sumar af þessum líkamningum koma ná-
I^egt fundarmönnum, geta þeir fundið ákveðin merki
hfs, svo sem hjartslátt, andardrátt o. s. frv. Þegar það
gerist, finst þeim, sem halda í miðilinn, hann verða svo
hljóður, að líkast sé því, að hann sé skilinn við.
Stundum er höfuð miðilsins lýst upp með plötunni
samtímis því, að veran sýnir sjálfa sig (sbr. hjá Crad-
dock).
Dr. Geley lýsir meðal annars svo líkamningum,
hann sá á fundi hjá þessum miðli 20. júní 1924:
,,Mörg ljós birtust, tvö, þrjú eða fjögur í senn.
Þau eru falleg. Eg sé ljós, sem verður skyndilega
rtserra, breiðast út, sést síðan líkt og lítil halastjarna,
alíka á stærð og mandla eða hnot; því næst hverfur
þsð. Þetta endurtekur sig þrisvar sinnum. Fosfóríserað-
Ul s^JÖldur með handfangi, sem liggur á borðinu hinu-
1Tlegm, gegnt miðlinum, er gripinn og borinn hátt upp
G