Morgunn - 01.06.1928, Síða 88
82
M 0 R G U N N
í loftið. Bráðlega kemur höfuð og axlir í ljós, sem lýst-
ar eru upp með skildinum; tveir efri limir; karlmanns-
hæð; ein hönd, hin vinstri, heldur skildinum, sem ber
góða birtu. Á höfðinu er hermannshúfa. Andlitið er ung-
legt og fínlegt með lítið yfirvararskegg og lítið ljós-
leitt hökuskegg. Það líkist yngri bróður Ossowieckis.
Andlitið er óvenjulega líkt lifandi manns andliti. Með-
an eg horfi á hann, lyftir hann hægri hendinni og
heilsar með tveim fingrum að sið pólskra hermanna.
Ilann endurtekur þetta frammi fyrir sérhverjum fund-
armanna. Hann kemur aftur til mín, byrjar að heilsa,
leggur aftur skjöldinn hægt ofan á borðið og hverfur.
— Önnur mynd kemur í ljós og lýsir sig sömuleiðis upp
með skildinum, eitthvað 40—50 ára gamall maður.
Hann fær mig til að líta efst á höfuðið á sér, meðan
hann lyftir upp skildinum. Eg sé, að hann er sköllótt-
ur. Það er eins konar varta efst á höfði hans, en eg gat
ekki séð rétt vel.
Þriðja myndin birtist. Dökkhærður ungur maður
með húfu á höfði. Skálin með paraffín-vaxinu er hafin
á loft af ósýnilegum höndum og líður yfir höfðum okk-
ar og er því næst sett ofan á gólfið. Þá koma ný ljós.
Tvær ruddalegar hendur snerta þá í senn báðar axlir
mínar. Frú Ossowiecka finnur mjög kalda stóra hönd.
Alt í einu heyrðust hljóð frá miðlinum, eins og honum
væri að verða ilt, og því næst virtist líða yfir hann. Hann
var borinn yfir á sófa, og þar raknaði hann smátt og
smátt við og komst aftur til meðvitundar.“
Á öðrum fundi 30. júní 1924. Hjónin Przybylski
höfðu undirbúið þann fund sín vegna og boðið dr.
Geley. Þau höfðu mist 19 ára gamlan son 1921, sem
hafði verið hermaður.
Eftir að dr. Geley hefir lýst varúðarreglunum og
skýrt frá því að ljós hafi sézt og hlutir verið fluttir til,
segir hann:
,,Nú er einum af skjöldunum á tilraunaboroinu