Morgunn - 01.06.1928, Page 89
MORGUNK
83
lyft upp í loftið. Aðdáanlega vel líkömuð vera notar
skjöldinn til þess að sýna sig. Hún kemur til fundar-
manna, hvers eftir annan, og sýnir andlit sitt bæði að
framan og frá hlið. Okolowicz ofursti, Zaraski ofursti
og Modrzejwski höfuðsmaður hrópa allir: „Það er
Baltiski! Hvernig líður yður, Baltiski? Lengi lifi Ítalía!“
(Baltiski var ítalskur ættjarðarvinur, sem Austurríkis-
menn hengdu í stríðinu). Mér er sagt, að þessi vera
hafi birzt fyrsta sinn á fundi í Florence, er Kluski fór
þangað.
Eg tek nú eftir þróttmiklu höfði, sem er með mjög
dökkum hörundslit, beint yfirvararskegg, oddmyndað
hökuskegg, og beygist toppurinn upp á við. Eins konar
húfa er á höfði hans, er sýnist ger af einhvers konar
loðskinni. Af því að þessi vera var komin fast að mér,
bað eg um að mega taka í höndina á henni. Eg sam-
einaði hendur sessunauta minna hægra og vinstra meg-
in við mig og losaði með þeim hætti hægri hönd mína,
og nú rétti eg hana út fyrir aftan mig. Undir eins er
tekið í hönd mína með sterkri hendi og hún hrist mjög
hjartanlega. Það er eins og þegar góður vinur heilsar.
Skjöldurinn er lagður ofan á borðið.
Fimm mínútur líða án þess að nokkurt fyrirbrigði
gerist; þá birtast ný ljós; enn einu sinni er skjöldurinn
gripinn og honum lyft upp. Ný mynd sýnir sig og er
hún algerlega líkömuð, eins og síðasta mynd. Hún fer
fyrst til hr. Przybylski; honum finst hann vera kystur
umfaðmaður ósýnilegum örmum. Við ljósið frá skild-
inum játar hann, að hann þekki son sinn. Veran kyssir
Bann nú á ennið og á vangana og því næst á hend-
urnar; veran sýnir sig aftur. Því næst fer hún til frú
Przybylska, sem hljóðar upp og sýnir á sér svo mikla
geðshræring, að fyrirbrigðin hætta um stund. Síðan
byrja þau aftur. Eg get greint andlit skegglauss ung-
iings; andlitið er alveg eins og á lifandi manni. Veran
snyr nú aftur til hr. Przybylski og er kyr hjá honum
G*