Morgunn - 01.06.1928, Síða 91
M 0 R G U N N
85
enn, til þess að þér fáið sem sannasta hugmynd um,
hvað gerist á venjulegum fundi hjá þessum miðli. Eg
vel síðasta fundinn, sem dr. Geley var á og haldinn
var 11. júlí, 4 dögum áður en hann fórst af flugslys-
inu. Skýrslu um þann fund hafði hann sjálfur ritað og
hún var í handtösku hans í flugvélinni. Hún hefir verið
prentuð í ýmsum tímaritum, ásamt annari pólskri
skýrslu; skýrsla dr. Geley’s er miklu stuttorðari, og
fyrir því tek eg ekki nema byrjun fundarins eftir henni.
Hin er rituð af einum Pólverjanum, sem viðstaddur
var. Allan síðari partinn tek eg eftir henni.
,,Miðillinn var illa fyrirkallaður bæði andlega og
líkamlega vegna nýafstaðinnar andlegrar áreynslu.
Tilraunafundurinn fór fram í algerðri ró, og mörg ljós-
fyrirbrigði gerðust, svo og líkamningar í mannsmynd-
um, auk tveggja vaxmóta, sem urðu til. Hann stóð yfir
1T/4 stundar samfleytt, frá kl. 11,40 e. h. til kl. 55
mínútur eftir miðnætti — frá því er gert var dimt í
herberginu þar til er fundarmenn rufu hringinn. Eftir-
litið var fullkomið.
Fundarmenn settust kring um borð; á því stóð
blikkbali, 30 centimetrar á hæð og 15 centimetrar að
bvermáli. Þrír fjórðu hlutar þessa íláts voru fyltir sjóð-
audi vatni, og einn fjórði hlutinn bræddu paraffín-vaxi,
seiu flaut ofan á vatninu. Báðu megin við ílát þetta
voru lagðir tveir lýsandi ávalir skildir. Glugginn var
ulinn gluggatjaldi og þykkum ábreiðum. Dyrnar
voru aflæstar og lykillinn látinn standa í skráargatinu.
Han fundinn út héldust allir viðstaddir höndum saman
i hring. [Áður en fundurinn hófst, höfðu fundarmenn
°rðað miðdegisverð hjá Kluski; hafði hann haft nokk-
ura vini sína í boði].
Hringurinn var lagaður svo: Miðillinn, 1) Dr. Geley
sem gætti hans hægra megin), 2) hr. Sypniowski, 3)
T. Pawlowski, 4) Dr. L. Starzowski, 5) Okolowicz
° urs^’ 6) hr. B. Walukiewicz, 7) Ostorog Wolski greifi,,