Morgunn - 01.06.1928, Page 92
86
M0R6UNN
8) undirforingi Modrzejewski (sem gætti miðilsins
vinstra megin).
Vanalegar varúðarráðstafanir voru gerðar. Miðill-
inn fellur fljótt í miðilssvefn. Fyrst af öllu sést mikil-
fengleg röð af ljósum. Stundum sjást átta eða tíu af
þeim í einu. Þau sjást í öllum hornum herbergisins,
hátt upp í loftinu og langt frá miðlinum. Sum þeirra
eru eins stór og fimm-franka-peningur.
Ýmsir fundarmenn finna, að komið er við þá.
Mjúk hönd klappar mér á hálsinn. Eg er kystur á ennið.
Lýsandi hendur svífa rétt yfir borðinu kringum vax-
balann. Þær eru svo bjartar, að þær lýsa upp alt borðið,
balann, miðilinn og allan hringinn. Höndum er dýft
ofan í og þær gutla í vaxinu, og koma og snerta mig
með fingrum, sem vættir voru í parafín-vaxi. Tvö heit
mót, sem enn voru mjög mjúk, eru lögð upp við hend-
ur mínar. Balanum með vaxinu í er lyft upp; hann er
borinn yfir höfðum vorum og settur niður á gólfið fyrir
aftan mig“. — Dr. Geley. [Ofurlítið hlé]. Skömmu síð-
ar er öðrum lýsandi skildinum lyft upp af borðinu;
hann er hafinn upp yfir 2. og 3. fundarmann og lýsir
greinilega upp dökt höfuð og axlir á manni með svart
yfirvararskegg og stutt hökuskegg. Þessi maður var í
einkennisbúningi ítalsks hermanns. Hann sýndi sig
greinilega, gekk kringum hringinn og tók í höndina á
öllum fundarmönnum. Menn þektu, að þetta var „Bat-
tisti“, sem hefir birzt á öllum fundum Kluskis síðast
liðið ár. Fundarmenn hrópuðu nú: „Lengi lifi ítalía!“
En þá hóf veran lýsandi skjöldinn upp í loftið og klapp-
aði saman höndunum. Rétt á eftir féll skjöldurinn á
borðið, og alt varð hljótt. Skyndilega var hinum skild-
inum lyft upp, og hann flögraði upp yfir 4. og 5. fund-
armanni; því næst stöðvaðist hann hjá 6. fundarmanni
og lýsti upp mannsmynd; sýndist sá maður vera hér
um bil þrítugur að aldri og klæddur einkennisbúningi
pólsks liðsforingja. Þessi vera staðnæmdist aðeins hjá