Morgunn - 01.06.1928, Síða 94
88
M O R G U N N
báðum nágrönnum 4. fundarmanns sig augnablik og
hvarf síðan. Fundarmaðurinn kvaðst þekkja veruna;
það væri hún ,,Soffía“, sem birtist iðulega á tilrauna-
fundum Kluskis.
Aftur birtist miðaldramaður nálægt 4. fundar-
manni, með stórt, dökt yfirvararskegg og svart skygni,
yfir hægra auga. Hann var vel lýstur upp af björtum
skildinum. Hann heilsaði 4. fundarmanni og gekk því
næst kringum hringinn og sýndi sig greinilega sérhverj-
um fundarmanna. Fyrsti og fjórði fundarmaður lýsti
yfir því, að þeir þektu hann; hefði hann birzt nokkurum
sinnum áður og sagst heita ,,Knester“.
Annar Tyrki kom í ljós; var hann með hvítan
vefjarhött á höfði, með langt stálgrátt skegg, en um
háls hans var stórt, ljósleítt sjal. Þessi vera virtist ekki
óska að velja úr neinn fundarmanna, en hneigði sig
fyrir öllum fundarmönnum, hverjum eftir annan og
sýndi sig greinilega með bjarta skildinum. Hann heils-
aði að sið Austurlandabúa, með því að setja báðar
hendur á enni, munn og brjóst, og mælti um leið þessi
orð einkar greinilega: „Lechistan, crokjasziw" (]>. e.: lifi
Pólland!). Þegar hann var horfinn, lýstu 1. og 4. fund-
armaður yfir því, að þeir þektu hann, því að hann hefði
þegar birzt á þrem eða fjórum tilraunafundum.
Fáum mínútum síðar heyrðist fótatak í herberginu;
því næst birtist bjart ljós, og fundarmenn sáu nú nýja
veru; það var hár maður, miðaldra, austurlenzkur að
útliti, klæddur hvítri skikkju og með hvítan búnað á
höfði. Þessi vera var sjálflýst með gulgrænum bjarma,
óendanlega miklu meira skínandi björtum en ljósið, sem
skildirnir veittu. Þessi bjarmi sendi frá sér fosfórkenda
gufu, með sterkri ozonelykt, myntu- og brendu rafi.
Birtan var svo sterk, að allir fundarmenn gátu skoðað
þessa veru. Andlitið var grannleitt og fagurlegt, með
björt augu og langt skegg, klofið í miðju og flóði það
niður um brjóstið. Öllum fundarmönnum fanst mikið til