Morgunn - 01.06.1928, Page 96
90
MOKGUNN
vexti. P. hélt það væru börn; sá gamals manns hrukkur á
andlitinu.
Þá er ráðið, að fundarmenn hjálpa miðlinum með
dýpri öndun eftir hljóðfalli. Þá ná verurnar vanalegri
stærð á eftir.
Bera saman við fyrirbrigði biblíunnar. Encjlar og
andar.
Er nokkuð undursamlegra en þetta að bera við nú í
veröldinni ?
Upprisa Krists hrindir á stað kristninni.
En fáir vita um þetta. Síminn flytur hvers konar smá-
fréttir milli landa. Blöðin fylt þeim fréttum og mörgum
öðrum, sumum mjög ómerkilegum. En varla nokkurt blað
fæst enn eða þorir að flytja fregnir af þessu máli. —
Ótti blaðamannanna við almenningsálitið er nokkuð
skringilegur.
Þegar athyglin vaknar fyrir alvöru á þessu máli, efa
eg ekki, að menn muni finna, að vér erum stödd á merki-
legum tímamótum. —
„Ný vísindi" — „að minsta kosti nýtt tímabil að
byrja“. —
Danskur rithöf.: Síðari kynslóðirnar furða sig á,
hvernig fyrri kynslóðirnar hafi farið að iifa, meðan þær
vissu ekki þetta. —
Svo mikil uppgötvun finst honum ]>etta vera um eðli
vort allra. — Varðar oss nokkuð meira en þekkja sjálfa
oss?
Aths. ritstj. Kins og lesendunum er sjélfsagt ljóst, hufði síra
H. N. ekki lokið við að búa þetta erindi undir prentun. NiðurlagiS er
að eins lausleg atriði, sem hann hafði skrifað sér til minnis við flutn-
ing erindisins. Höf. hafði lofað þessu erindi í þetta hefti Morguns, og
ietlaði að fara aS ljúka við að búa það undir prentun, þegar hann var
kallaður burt af þessum heimi.