Morgunn - 01.06.1928, Side 97
MOBGDNN
91
Sálrcenar lcekningatiiraunir
Títusar Bull, lceknis í Heu; Vork.
Eftir HElen C. Lambert.
t?ýðing eftir Haralö Híeisson.
Að líkindum hafa fáir á Englandi haft fregnir af
starfsemi þeirri, sem Títus Bull, doctor í læknisfræði,
rekur í híew York, og enn færri vita nákvæmlega, í
hverju starfsemi hans er fólgin, því að hún hefir verið
rekin í kyrð og án þess að láta á henni bera. Að mín-
um dómi er hún mikilvægasta tegund þeirra sálarrann-
sókna, er menn fást við á vorum dögum, því að árang-
urinn veitir svar við þeirri spurningu, sem iðulega er
komið með: „Hvaða gagn er að sálarrannsóknum?
Verða þær noklturum manni til nokkurs gagns?“ Hún
lætur von upp renna vissum flokki manna, sem ekki
hafa eygt annað fram undan en að verða um síðir lok-
aðir inni í einhverju geðveikrahælinu.
Þeir dr. James H. Hyslop og dr. Bull voru miklir
vinir. Nokkru áður en dr. Hyslop andaðist, komust
þeir að þeirri niðurstöðu, að margir menn, sem kallaðir
eru geðveikir eða sefasjúkir, væru andsetnir (victims
of spirit obsession). Tilraunir höfðu staðfest þá í þess-
aci trú, en af því að þá skorti bæði fé og hentugan miðil,
urðu þeir að hætta rannsóknum sínum. Þegar dr. Hys-
lop lá banaleguna, bað hann dr. Bull að gera sér far
um að halda áfram því starfi, sem þeir höfðu byrjað
saman. Þetta hefir dr. Bull gert trúlega, hjálparlaust,
ún fjárstyrks, og án hentugs miðils, alt þar til fyrir
rúmum tveimur árum.
lJá heimsótti hann kona nokkur, frú Duke að nafni.
Kvaðst hún hafa fengið skeyti frá dr. Hyslop þess efnis,