Morgunn - 01.06.1928, Síða 98
92
MOBGUNN
að hún ætti að heimsækja dr. Bull, því að hann þyrfti
á miðli að halda. Frá þeirri stundu hefir þessi gáfaða
kona aðstoðað dr. Bull við sálrænar lækningar hans.
I marzmánuði 1926 bauð eg dr. Bull að gerast hraðritari
og skrifari hjá honum, svo að eg get talað af persónu-
legri þekking um hina merkilegu miðilsgáfu frú Duke
og þær lækningar er gerst haía.
Starfsemin er grundvölluð á þeirri tilgátu, að
óþroskaður maður, eða sá er eigi hefir haft stjórn á
ástríðum sínum og löngunum, skilji ekki þessar eftir-
langanir eftir hérna megin með líkamanum, heldur
haldi hann áfram að kveljast af sömu ástríðum, sem
hann hefir reynt að fullnægja í líkamslífi, og að slík
vera dragist, þá er hún er viðskila orðin við líkamann,
að einhverjum lifandi manni og geti hlotið vissa full-
næging með því að komast í samband við hann, og sé
sú fullnæging eigi ólík líkamlegri nautn.
Þeir óhamingjusömu menn, sem fyrir slíkum of-
sóknum verða, þurfa alls ekki að hafa samskonar lang-
anir og veran, enda þótt þeir kunni að búa yfir huldum,
niðurbældum hvötum, sem óbeizlaðar geta lent í ein-
hverju svipuðu. Dr. Bull kemst að því, að heilbrigður
maður, er lifir skynsamlegu lífi, sé búinn einskonar
verndarhlíf, er hrindi frá sér slíkum ásóknum. Hugsun-
arleysi, veikindi, áhyggjur og einkum þó taugabilun,
geta samt sem áður brotið niður þessa varnarhlíf, svo
og óhófslifnaður og of mikil eftirlátssemi við líkam-
legar fýstir; en alt slíkt veitir ofsóknarverunni greiðan
aðgang að vitund slíks einstaklings. Slíkar árásir þurfa
engan veginn allar að vera sprottnar af ásetningi, eigin-
girni eða illvilja. Skýrslurnar (af lækningatilraunun-
um) sýna, að oft og tíðum er það einhver ástvinur
sjúklingsins, sem af löngun til að verða honum að ein-
hverju liði, veldur sjúkdómnum, vegna vanþekkingar
á lögmálum þeim, sem slíku sambandi stjórna.
Dr. Bull er læknir, og það sem honum dettur fyrst í