Morgunn - 01.06.1928, Síða 103
MORGUNN
97
skiftin var hann ekki rannsakaður nema lauslega. Báðir
læknarnir hlógu að honum og síðari læknirinn, sem var
eldri en sá, sem rannsakaði hann fyrst, skrifaði dr.
Bull mjög ósvífið bréf. Sjúklingurinn var þvínæst send-
ur til sérfræðings, sem rannsakaði hann með litsjá og
sendi dr. Bull skýrslu, sem staðfesti sjúkdómslýsing þá,
sem komið hafði hjá miðlinum. Þessum lækni var mikil
forvitni á að vita, hví sjúklinginn hefði grunað, að eitt-
hvað gengi að honum, þar sem engin sjúkdómseinkenni
bentu í þá átt.
Af þeim sjúklingum, sem eg hefi séð læknaða með
aðferð dr. Bulls, höfðu 3 verið í geðveikrahælum ríkis-
ins, og einum þeirra hafði orðið að halda í skefjum
með spennistakki. Þessi síðastnefndi sjúklingur er ung
stúlka, sem nú er að reyna að fá sér sérstaka stöðu, sem
geri henni kleift að yfirgefa hinar erfiðu heimilisástæð-
ur, er höfðu átt svo mikinn þátt í heilsubiluninni. Annar
sjúklingur er kona, sem hafði verið á 5 mismunandi
spítölum, tvisvar í geðveikrahæli Boris Sidis og var tal-
in ólæknandi, er hún kom til dr. Bulls. Sumir af sjúk-
hngunum voru ekki orðnir svo slæmir, að hafa þyrfti
]>á í sérstakri gæzlu, og hjá þeim var veikin á byrjunar-
stigi. Sumir taugabiluðu sjúklingarnir hafa ekki bein-
h’nis verið haldnir, heldur hefir ástandið verið slíkt, að
þeir hafa verið yfirskygðir af verum, sem þrýstu sér of
fast að þeim, og vörpuðu inn í huga þeirra endurminn-
ingum frá líkamslífinu og sjúkdómum þess, og ollu
hugrofi.
Mér er vel ljóst, hve ógeðfelt alt þetta hlýtur að
virðast þeim, sem óvanir eru hugsuninni um andsetni,
eg játa að hugmyndin er hryllileg. Samt hefir hún
sína björtu hlið. Geðveiki fer svo mjög í vöxt í Ameríku
að mörgum mönnum má vera það hræðsluefni. Ef sálar-
astand, sem talið hefir verið ólæknandi, getur læknast
þessari aðferð, þá lætur það von upprenna fyrir
niarga, sem nú er örvænt um nokkurn bata hjá. Hvort
7